Hag­sjá: Fjár­mála­áætlun - stöð­ug­ur kúrs og reynt að fara bil beggja

Sé litið á heildarútgjöld ríkissjóðs til málaflokka á tímabilinu 2017-2023 munu mest útgjöld fara til sjúkrahúsaþjónustu, þar á eftir til málefna aldraðra og svo til málefna tengdum örorku og fötluðum.
17. apríl 2018

Samantekt

Í þeirri fjármálastefnu sem samþykkt var fyrr í vetur og nýrri fjármálaáætlun er greinilega reynt að sigla einhvers konar meðalveg á milli annars vegar mikilla krafna um aukin útgjöld og bólginna kosningaloforða og hins vegar afkomu opinberra fjármála sem svarar kalli laganna um opinber fjármál og kröfu styrkrar hagstjórnar í landinu. Gagnrýni hefur heyrst úr báðum áttum, bæði frá þeim sem finnst vanta meira fé í ákveðna málaflokka og þeim sem telja of geyst farið og að tekjuafgangur sé of lítill til þess að svara markmiðum hagstjórnar. T.d. hefur verið gagnrýnt að stefna ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir áframhaldandi góðum hagvexti á næstu árum sem sumum finnst of bjartsýn forsenda.

Afkomuregla laga um opinber fjármál kveður á um að heildarjöfnuður hins opinbera yfir fimm ára tímabil skuli ávallt vera jákvæður og að árlegur halli á heildarjöfnuði verði aldrei meiri en 2,5% af VLF.

Fjármálaráð benti á síðasta ári á að ríkisstjórnin boðaði áframhaldandi útgjaldaaukningu sem ætti sér ekki hliðstæðu á síðustu áratugum. Jafnvel þó stjórnvöld viðhaldi aðhaldsstigi við þensluaðstæður kallar aukning útgjalda jafnan á frekari tekjuöflun eða niðurskurð á öðrum útgjöldum, eða blöndu af hvoru tveggja. Sé ekkert af þessu gert af hálfu stjórnvalda eru þau, að öðru óbreyttu, í rauninni að velta ábyrgð hagstjórnar meira yfir á Seðlabankann.

Reiknað er með því að heildarafkoma hins opinbera verði jákvæð um minnst 1,4% af VLF á árinu 2018, 1,2% árið 2019 og 1% af VLF árin 2021 og 2022. Þessi þróun er því innan marka afkomureglunnar.

Ríkissjóður leikur að sjálfsögðu stærsta hlutverkið meðal opinberra aðila. Hvað afkomu varðar er gert ráð fyrir 1,2% af VLF sem afgangi í ár. Á árunum 2019–2022 er gert ráð fyrir að heildarafkoman fari smám saman lækkandi og verði 1% árið 2019, 0,9% árið 2020 og 0,8% árin 2021 og 2022.

Það kemur ekki á óvart að heilbrigðismál vegi þungt í auknum útgjöldum ríkisins, enda eru þau meðal stærstu málefnasviða í rekstri ríkissjóðs. Á tímabilinu 2017-2023 er þannig reiknað með að útgjöld til málaflokksins „Lyf og lækningavörur“ aukist um 66%. Af þeim 6 málaflokkum þar sem útgjaldaaukning verður mest eru fjórir nátengdir heilbrigðismálum.

Samanburður á milli tveggja tímapunkta þarf ekki að gefa bestu myndina af áherslum í ríkisfjármálum. Sé litið á heildarútgjöld til málaflokka á öllu tímabilinu fæst nokkuð önnur mynd en hér að ofan. Á tímabilinu 2017-2023 munu mest útgjöld fara til sjúkrahúsaþjónustu, þar á eftir til málefna aldraðra og svo til málefna tengdum örorku og fötluðum.

Hvað opinberar skuldir varðar er notaður annar mælikvarði í heimi fjármálastefnunnar þar sem lífeyrisskuldbindingar og viðskiptaskuldir eru undanskildar skuldum en sjóðir og bankainnstæður koma til frádráttar. Stefnan gerir ráð fyrir að heildarskuldir hins opinbera verði komnar undir 30% af VLF í lok árs 2020 og að þær verði ekki hærri en 25% af VLF í lok árs 2022. Til þess að ná þessum markmiðum þurfa að koma til óreglulegar tekjur, t.d. af eignasölu og óreglulegum arðgreiðslum á árunum 2019–2023.

Skuldir ríkissjóðs skipta mestu í heildarmyndinni. Samkvæmt skuldareglu  er reiknað með að heildarskuldir ríkissjóðs verði komnar undir 25% af VLF í árslok 2019 og verði að hámarki 20% af VLF í árslok 2023. Reiknað er með að á árunum 2018–2021 verði hægt að nýta tæplega 120 ma.kr. tekjur vegna félaga í ríkiseigu til að greiða niður skuldir.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fjármálaáætlun – stöðugur kúrs og reynt að fara bil beggja (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Rafbíll í hleðslu
20. ágúst 2024
Ný aðferð hefur skilað lægri verðbólgumælingum
Hagstofan hefur frá því í júní notað nýja aðferð við að mæla kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Hefði Hagstofan ekki breytt um aðferð væri verðbólgumælingin nú líklega hærri. Um næstu áramót áforma stjórnvöld að breyta innheimtu gjalda á ökutæki sem mun að líkindum einnig hafa áhrif til lækkunar á mældri verðbólgu.
19. ágúst 2024
Neysla heimila meiri en áður var talið 
Uppfærð gögn Seðlabankans gefa til kynna að kortavelta íslenskra heimila hafi verið þó nokkuð meiri á þessu ári en áður var talið. Heildarkortavelta Íslendinga hefur aukist á milli ára alla mánuði ársins og hefur verið 4% meiri að raunvirði það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra.
19. ágúst 2024
Vikubyrjun 19. ágúst 2024
Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi það sem af er ári er meiri en áður var talið, samkvæmt uppfærðum tölum sem Seðlabanki Íslands birti í síðustu viku. Í þessari viku ber hæst vaxtaákvörðun hjá Seðlabankanum á miðvikudag.
Kortagreiðsla
16. ágúst 2024
Kortavelta ferðamanna aldrei meiri – uppfærðar tölur gefa nýja mynd
Uppfærðar tölur um kortaveltu teikna upp töluvert aðra mynd af stöðu ferðaþjónustunnar en áður birt gögn. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist frá fyrra ári, þvert á það sem áður var talið. Ferðamenn eru því lítillega fleiri í ár en í fyrra og eyða meiru.
Bananar í verslun
15. ágúst 2024
Spáum að verðbólga standi í stað og verði 6,3% í ágúst
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,36% á milli mánaða í ágúst og að verðbólga standi í stað í 6,3%. Alla jafna ganga sumarútsölur á fötum og skóm að hluta til baka í ágúst á meðan flugafargjöld til útlanda lækka. Við eigum von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í nóvember.
15. ágúst 2024
Spáum áfram óbreyttum vöxtum 
Verðbólga jókst umfram væntingar í júlí og jafnvel þótt verðbólga hafi almennt verið á niðurleið undanfarið hefur hjöðnunin verið hægari en vonir stóðu til. Nú í ágúst hafa stýrivextir verið 9,25% í heilt ár og við teljum að peningastefnunefnd haldi þeim áfram óbreyttum í næstu viku, sjötta skiptið í röð. 
Orlofshús á Íslandi
12. ágúst 2024
Ferðamenn í júlí fleiri en í fyrra 
Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
12. ágúst 2024
Vikubyrjun 12. ágúst 2024
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í júlí voru álíka margar og í fyrra, en brottförum Íslendinga fækkaði nokkuð á milli ára. Í þessari viku fara fram verðmælingar vegna ágústmælingar vísitölu neysluverðs og nokkur félög í kauphöllinni birta uppgjör.
Flugvöllur, Leifsstöð
6. ágúst 2024
Vikubyrjun 6. ágúst 2024
Gistinóttum erlendra ferðamanna í öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði um 1,4% á milli ára í júní. Það er nokkuð minni samdráttur en mældist í fjölda erlendra ferðamanna og erlendri kortaveltu.
1. ágúst 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. ágúst 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur