Hag­sjá: Auk­inn slaki boð­að­ur í fjár­mála­stefnu hins op­in­bera

Fjármálaráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um breytingu á fjármálastefnu í átt að meiri slaka. Jafnframt eru lagðar til breytingar á fjármálaáætlun 2020-2024 sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. Í stað jákvæðrar afkomu upp á u.þ.b. 1% af VLF á árunum 2019-2021 er nú gert ráð fyrir neikvæðri afkomu upp á 0,3-0,4% af VLF á þessum árum.
12. júní 2019

Samantekt

Áform um þróun opinberra fjármála byggja mikið á stöðu hagkerfisins og hvers er að vænta í þeim efnum. Áform um fjármál ríkisins eru byggð á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Í nóvember 2017, þegar unnið var að gildandi fjármálastefnu, gerði Hagstofan ráð fyrir uppsöfnuðum 17% hagvexti á árunum 2018-2023. Ný þjóðhagsspá Hagstofunnar frá í maí gerir hins vegar ráð fyrir 0,2% samdrætti landsframleiðslunnar í ár og uppsöfnuðum hagvexti upp á 16% á árunum 2019-2023. Á árinu 2017 var gert ráð fyrir uppsöfnuðum hagvexti upp á 13,3% 2019-2023. Til samanburðar var nú í maí gert ráð fyrir uppsöfnuðum hagvexti upp á 10,7%. Eina frávikið í langtímaspá Hagstofunnar er því árið í ár, og þar að auki varð hagvöxtur á árinu 2018 mun meiri en reiknað var með, eða sem nemur einu og hálfu prósentustigi.

Þau rök að spár um hagvöxt réttlæti breytingu á fjármálastefnu vega því ekki þungt og væntanlega hefði mátt ná fram álíka breytingum innan marka núgildandi stefnu og áætlunar.

Varðandi stöðuna nú eru aðallega uppi tvær spurningar. Í fyrsta lagi hvort um sé að ræða fullgilt tilefni til þess að endurskoða stefnuna og í öðru lagi hvort tillögur til endurskoðunar séu líklegar til þess að árangur náist.

Eins og sagði hér að framan getur breyting milli þessara tveggja þjóðhagsspáa vart talist tilefni til þess að breyta fjármálastefnu. Fjármálaráð bendir einnig á þetta og telur einnig að tillögur um endurskoðun séu að einhverju leyti tilkomnar vegna veikleika í fjármálastjórn, en ráðið hefur áður viðrað þá skoðun sína í umsögnum. Ráðið telur þannig að stjórnvöld hafi átt erfitt með að líta á töluleg markmið stefnunnar sem lágmarksviðmið fyrir afkomu. Framkvæmd stjórnvalda hafi á síðustu árum verið þannig að halda afkomu, tekju- og útgjaldaráðstöfunum við lágmarksviðmiðið. Augljós afleiðing þess er að erfitt sé að bregðast við þegar áföll dynja á eins og staðan er núna. Fjármálaráð lítur þannig á þessa framkvæmd sem veikleika í fjármálastjórn sem sé heldur ekki ein og sér ástæða til þess að endurskoða fjármálastefnuna.

Í umsögn Fjármálaráðs kemur einnig fram að sá samdráttur sem spáð er fyrir hagkerfið sé ekki einn og sér nógu mikill miðað við þann alvarleika sem lagaákvæði um endurskoðun kveður á um. Aðstæður eru hins vegar þannig nú að saman fari bæði veikleikar í fjármálastjórn og skellur í efnahagsstarfseminni. Til samans geri þessir þættir stjórnvöldum erfitt um vik að beita hefðbundnum niðurskurðarúrræðum og frekari tekjuöflun.

Fjármálaráð bendir hins vegar á að nýjar upplýsingar séu sífellt að koma fram sem geti bent til þess að þróunin verði minna hagfelld en Hagstofan spáir fyrir um, t.d. neikvæð tíðindi úr ferðaþjónustu. Óvissan framundan sé þannig mikil og talsverðar líkur á að samdrátturinn geti orðið lengri og skarpari en maíspá Hagstofunnar gefi til kynna.

Skuldir hins opinbera hafa lækkað mikið á síðustu árum og fóru undir 30% markið miðað við VLF um síðustu áramót, fyrr en gert var ráð fyrir í áætlunum. Gert er ráð fyrir því að skuldir haldi áfram að lækka, en með minni hraða en verið hefur. Það hefur gengið vel að lækka skuldir og fyrir vikið stendur hið opinbera sterkara fyrir gagnvart áföllum en ella.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Aukinn slaki boðaður í fjármálastefnu hins opinbera (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki
13. mars 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,25 prósentustig
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.
13. mars 2025
Spáum verðbólgu undir 4% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.
Flutningaskip
10. mars 2025
Vikubyrjun 10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Epli
27. feb. 2025
Verðbólga hjaðnar í 4,2%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.
Fiskveiðinet
24. feb. 2025
Vikubyrjun 24. febrúar 2025
Í vikunni birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs. Í síðustu viku uppfærði Hafrannsóknarstofnun ráðleggingar um loðnuafla en samkvæmt því munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn. Í síðustu viku bárust einnig gögn um greiðslukortaveltu landsmanna í janúar sem var 6,5% meiri að raunvirði en árið áður. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar, en svo mikið hefur hún ekki hækkað síðan í febrúar 2024.
Fjölbýlishús
21. feb. 2025
Íbúðaverð tók stökk í janúar
Íbúðaverð hækkaði mun meira í janúar en síðustu mánuði. Íbúðaverð hefur verið nokkuð sveiflukennt og óútreiknanlegt undanfarið en stökkið í janúar skýrist af verðhækkun á sérbýli. Íbúðum á sölu hefur fjölgað hratt síðustu mánuði og birgðatími lengst. Grindavíkuráhrifin hafa fjarað út að langmestu leyti og hækkanir á verðtryggðum vöxtum kældu markaðinn undir lok síðasta árs.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur