Hag­sjá: Áfram merki um veik­ingu vinnu­mark­að­ar­ins

Atvinnuþátttaka í nóvember var 77,8% og hefur ekki verið jafn lág í einum mánuði síðan í september 2011. Atvinnuþátttaka er auðvitað háð hagsveiflunni hverju sinni og bent hefur verið á það í Hagsjám að minni atvinnuþátttaka kunni að fela í sér dulið atvinnuleysi. Meðal atvinnuþátttaka síðustu 12 mánaða var 81,1% í nóvember og hefur leitað nær stöðugt niður á við síðustu mánuði. Samsvarandi atvinnuþátttaka hefur ekki verið jafn lítil síðan í september 2013.
19. desember 2019

Samantekt

Samkvæmt niðurstöðum vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar er áætlað að um 201.300 manns hafi verið á vinnumarkaði í nóvember 2019, sem jafngildir 77,8% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 194.100 starfandi og 7.200 atvinnulausir. Starfandi fólki fækkaði um 8.100 milli mánaða og um 4.900 frá nóvember í fyrra. Atvinnulausum fækkaði hins vegar um 200 milli mánaða og fjölgaði um 1.300 frá nóvember í fyrra. Starfandi fólki fjölgaði mikið í uppsveiflu síðustu ára sem nú er að ljúka og virðist sem fjölgun starfandi fólks sé einnig að gefa eftir.

Eins og áður segir voru 7.200 manns atvinnulausir í nóvember samkvæmt vinnumarkaðskönnun, eða um 3,6% af vinnuafli. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru 8.279 manns á atvinnuleysiskrá í lok nóvember og hafði fjölgað um 579 frá lokum október.

Frá því í nóvember í fyrra hefur skráðum atvinnulausum fjölgað um 3.202 manns, eða um 63%. Atvinnulausum körlum hefur fjölgað um 1.937 (72%) og konum um 1.265 (53%).

Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða hefur verið mjög svipað síðustu mánuði, bæði á mælikvarða Hagstofunnar og Vinnumálastofnunar og var þannig 3,4% nú í nóvember.

Atvinnuþátttaka í nóvember var 77,8% og hefur ekki verið jafn lág í einum mánuði síðan í september 2011. Atvinnuþátttaka er auðvitað háð hagsveiflunni hverju sinni og bent hefur verið á það í Hagsjám að minni atvinnuþátttaka kunni að fela í sér dulið atvinnuleysi. Meðal atvinnuþátttaka síðustu 12 mánaða var 81,1% í nóvember og hefur leitað nær stöðugt niður á við síðustu mánuði. Samsvarandi atvinnuþátttaka hefur ekki verið jafn lítil síðan í september 2013.

Vikulegur vinnutími var að jafnaði 38,9 stundir í nóvember og hafði lengst um 0,9 stundir frá fyrra ári. Sé miðað við 12 mánaða meðaltal var vinnutíminn nú í nóvember 39 stundir sem er 0,1 stundum minna en í nóvember 2018. Vinnutími hefur smám saman verið að styttast frá árinu 2016.

Séu breytingar á fjölda starfandi og vikulegum vinnutíma teknar saman milli ára hefur vinnuaflsnotkun aukist nær samfellt allt frá árinu 2012. Frá nóvember 2018 fram til nóvember 2019 fækkaði starfandi fólki um 2,5% á meðan meðalvinnutími lengdist um 2,4%. Þetta felur í sér að vinnuaflsnotkun minnkaði um 0,1% milli ára. Á síðustu 12 mánuðum hefur breyting vinnuaflsnotkunar verið jákvæð í átta mánuðum og neikvæð í fjórum. Sé litið til þeirrar þróunar má því enn halda því fram að vinnumarkaðurinn sé í nokkuð góðu lagi.

Fyrr á árinu var reiknað með töluvert auknu atvinnuleysi eftir því sem liði á árið og að staða á vinnumarkaði myndi versna. Þróunin í þá átt hefur verið hægari en reiknað var með í upphafi.

Líklegt má telja að atvinnuleysi muni aukast eitthvað á næstu misserum, þó ekki eins mikið og reikna mátti með á tímabili.

Nýjustu niðurstöður Gallup könnunar fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svipaðar og var í síðustu könnun. 14% fyrirtækjanna búast við fjölgun starfsmanna á næstu sex mánuðum en 24% við fækkun. Sú niðurstaða bendir til þess að starfsmönnum viðkomandi fyrirtækja gæti fækkað um 0,5% á næstu sex mánuðum, eða um rúmlega 600. Horfurnar eru því áfram frekar neikvæðar hvað fjölda starfa varðar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Áfram merki um veikingu vinnumarkaðarins (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fiskveiðinet
22. okt. 2024
Meiri hagvöxtur ef loðna finnst
Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár. 
21. okt. 2024
Vikubyrjun 21. október 2024
Í síðustu viku birtum við hagspá til ársins 2027. Vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs lækkuðu á milli mánaða í september og greiðslukortavelta heimilanna dróst saman á milli ára innanlands en jókst erlendis. Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar og voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti. Nokkur fyrirtæki birta uppgjör í þessari viku.
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Bakarí
27. sept. 2024
Verðbólga undir væntingum annan mánuðinn í röð - lækkar í 5,4%
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur