Gistinóttum fjölgaði á Norðurlandi í mars
Minni samdráttur nú skýrist af því að áhrif alþjóðlegra ferðatakmarkana vegna faraldursins tóku gildi um miðjan mars í fyrra og var seinni helmingur mánaðarins því sambærilegur við mars í ár. Erlendum ferðmönnum fækkaði um 22% á fyrri helmingi marsmánaðar í fyrra en þeim fækkaði hins vegar um 82% á seinni helmingi þess mánaðar.
Þróunin á Norðurlandi sker sig vel frá hinum svæðunum það sem af er ári
Verulega mismunandi þróun var í fjölgun gistinótta nú í mars eftir landsvæðum. Þannig fjölgaði gistinóttum um rúmlega 9% á Norðurlandi en það var eina landsvæðið þar sem fjölgun mældist milli ára. Minnst fækkaði gistinóttum á Vesturlandi og Vestfjörðum, um 48%. Mesta fækkunin var á höfuðborgarsvæðinu, eða 84%, en síðan komu Austurland með 75% og Suðurland með 68%. Það sem af er ári hefur þróunin á Norðurlandi skorið sig vel frá hinum svæðunum. Þannig mældist einungis 35% fækkun í janúar og 17% fækkun í febrúar. Á öðrum svæðum lá fækkunin á bilinu 73-94% í janúar og febrúar.