Frétta­bréf Hag­fræði­deild­ar 3. apríl 2024

Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. apríl 2024

Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti þann 20. mars að stýrivöxtum yrði áfram haldið óbreyttum í 9,25%. Vextir hafa verið óbreyttir frá því í ágúst í fyrra eftir bratt vaxtahækkunarferli sem stóð í meira en tvö ár. Í yfirlýsingu nefndarinnar er lögð áhersla á að verðbólga sé enn yfir markmiði, sem og væntingar. Þá virðist hafa haft sitt að segja að nýjustu þjóðhagsreikningar Hagstofunnar bera það með sér að spennan í hagkerfinu sé meiri en áður var talið.

Vaxtaákvörðunin var í takt við okkar spá um að nefndin myndi hinkra eftir skýrum vísbendingum um að nýundirritaðir kjarasamningarnir myndu stuðla að verðstöðugleika. Tónninn í yfirlýsingunni var þó harðari en við höfðum búist við og ekki gefið í skyn að fljótlega yrði hægt að slaka á taumhaldinu. Seðlabankastjóri áréttaði á kynningarfundi Seðlabankans að hlutverk peningastefnunefndar væri að tryggja að kjarasamningarnir hefðu kaupmáttaraukningu í för með sér. Með peningalegu aðhaldi stæði nefndin þannig vörð um kjarasamningana.

Verðbólga jókst í mars, fór úr 6,6% í 6,8%, og var drifin áfram af hækkandi íbúðaverði. Við höfðum spáð því að verðbólgan stæði í stað. Það má því segja að tvo mánuði í röð hafi verðbólguþróunin valdið vonbrigðum. Við spáum því að verðbólgan hjaðni rólega á næstu mánuðum.

Í byrjun mars náðust kjarasamningar til fjögurra ára á stórum hluta almenna vinnumarkaðarins. Í stuttu máli tókst að semja um nokkuð hóflegar prósentuhækkanir næstu fjögur árin, en þó með lágmarkskrónutöluhækkun sem veldur því að stór hluti launafólks sem heyrir undir samningana fær launahækkun þó nokkuð umfram umsamdar prósentuhækkanir. Erfitt er að meta nákvæmlega hversu mikið laun koma til með að hækka á næstu árum, meðal annars vegna þess að launaskrið getur haft mikið að segja. Þó er ljóst að hækkanirnar ættu að verða þó nokkuð minni en síðustu ár, en laun hækkuðu um 9,8% á síðasta ári og 8,3% árið 2022. Auk þess er fagnaðarefni að samningurinn gildi í fjögur ár.

Til þess að styðja við kjarasamninginn kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til þess að létta undir með heimilum. Markmiðið með aðgerðapakkanum er að koma á sátt á vinnumarkaði svo unnt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Til þess að halda aftur af launakröfum er launafólki í lægri tekjuhópum, sérstaklega fjölskyldufólki, tryggð kjarabót í gegnum tilfærslukerfin.

Áætlað er að aðgerðirnar feli í sér útgjöld upp á 20 milljarða króna á ári í fjögur ár og ekki hefur komið fram með hvaða hætti útgjöldin verða fjármögnuð. Útgjöld sem ekki eru fjármögnuð með tekjuaukningu eða niðurskurði kynda almennt undir þenslu í hagkerfinu. Náist markmiðið um að halda verulega aftur af launahækkunum á næstu árum gætu áhrifin vegið þensluáhrif útgjaldaaukningarinnar upp.

Lesa fréttabréfið í heild:

Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. okt. 2024
Vikubyrjun 28. október 2024
Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir októbermánuð. Þessar verðbólgutölur verða þær síðustu fyrir næstu vaxtaákvörðun sem verður tilkynnt þann 20. nóvember nk. Í síðustu viku birti Hagstofan veltu skv. VSK-skýrslum, niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn og launavísitölu. Þá er uppgjörstímabilið í kauphöllinni áfram í fullum gangi.
Vélsmiðja Guðmundar
23. okt. 2024
Velta í hagkerfinu eykst og tæknigreinar draga vagninn
Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.
Fiskveiðinet
22. okt. 2024
Meiri hagvöxtur ef loðna finnst
Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár. 
21. okt. 2024
Vikubyrjun 21. október 2024
Í síðustu viku birtum við hagspá til ársins 2027. Vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs lækkuðu á milli mánaða í september og greiðslukortavelta heimilanna dróst saman á milli ára innanlands en jókst erlendis. Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar og voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti. Nokkur fyrirtæki birta uppgjör í þessari viku.
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur