Fjár­lög 2021 – erf­ið­ir tím­ar framund­an í rekstri rík­is­sjóðs

Fjárlög ársins 2021 voru samþykkt með 326 ma.kr. halla um miðjan desember. Fjárlög ársins 2020 voru á sínum tíma samþykkt með tæplega 10 ma.kr. halla, en eftir samþykkt fimm fjáraukalaga á árinu lítur nú út fyrir að halli ársins 2020 verði um 270 ma.kr. Við framlagningu fjárlagafrumvarpsins í haust var gert ráð fyrir um 264 ma.kr. halla, en hann hefur aukist um 62 ma.kr. í meðferð Alþingis, eða um 23%. Áætlaður halli ríkissjóðs verður um 42% af tekjum ársins samanborið við 35% í fyrra.
Alþingi
11. janúar 2021 - Greiningardeild

Fjárlög ársins 2021 voru samþykkt með 326 ma.kr. halla um miðjan desember. Fjárlög ársins 2020 voru á sínum tíma samþykkt með tæplega 10 ma.kr. halla, en eftir samþykkt fimm fjáraukalaga á árinu lítur nú út fyrir að halli ársins 2020 verði um 270 ma.kr. Við framlagningu fjárlagafrumvarpsins í haust var gert ráð fyrir um 264 ma.kr. halla, en hann hefur aukist um 62 ma.kr. í meðferð Alþingis, eða um 23%. Áætlaður halli ríkissjóðs verður um 42% af tekjum ársins samanborið við 35% í fyrra.

Það hefur um áratugaskeið verið deiluefni meðal hagfræðinga og í hagstjórn hversu stórt hlutverk ríkissjóður eigi að taka á sig í kreppum. Breski hagfræðingurinn John Maynard Keynes var talsmaður mikilla ríkisafskipta í kreppum og hefur löngum verið deilt ötullega um skoðanir hans, sem m.a. komu fram í höfuðriti hans The General Theory of Employment, Interest and Money frá 1936. Í þessu riti tók Keynes dæmi um að stjórnvöld gætu prentað peningaseðla, komið þeim fyrir í fullnýttum námum og svo fyllt þær af rusli. Síðan gætu þau boðið út námugröft til einkafyrirtækja þar sem þau myndu grafa eftir seðlunum. Keynes taldi að svona verkefni væri betra en að gera ekki neitt á krepputímum. Margir voru ósammála honum og töldu hann algerlega galinn. Það er hins vegar umhugsunarefni hversu langt ríkissjóðir Vesturlanda í dag eru frá þessari gömlu sviðsmynd Keynes þegar litið er til þess hlutverks sem þau hafa tekið á sig.

Sviptingarnar í ríkisfjármálum voru mjög miklar á síðasta ári og verða væntanlega minni á þessu ári, þótt auðvitað sé mjög erfitt að spá fyrir um hve lengi faraldurinn mun hafa afgerandi áhrif á þróun efnahagsmála. Árið 2020 er því erfitt til viðmiðunar, en ef fjárlög ársins 2021 eru miðuð við ríkisreikning ársins 2019 má sjá að heildartekjur verða um 11% lægri á þessu ári en var 2019 og heildargjöldin 21% hærri. Þetta er heildarmyndin sem blasir við, nær allir tekjupóstar lækka og nær allir útgjaldapóstar hækka.

Skattar á launagreiðslur og vinnuafl og skattar á vöru og þjónustu lækka ekki mikið frá stöðunni 2019, en aðrar tekjur eins og eignarskattar, vaxtatekjur og arðgreiðslur lækka verulega. Hvað útgjöldin varðar hækka nær allir liðir nema vaxtagjöld.

Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir að hreinn lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs verði neikvæður um 353 ma.kr. Þetta er því upphæð sem þarf að brúa ásamt því sem eftir á að brúa halla ársins 2020. Miðað við samanlagðan næstum 600 ma.kr. halla áranna 2020 og 2021 kemur á óvart hversu lítið ríkissjóður ætlar að sækja af fjármagni á innlendum mörkuðum.

Þannig er áætlað að útgáfa ríkisbréfa nemi 200 ma.kr. á söluvirði árið 2021 sem þýðir að útgáfa ríkisbréfa umfram gjalddaga þeirra verði um 72 ma.kr. á árinu 2021 samanborið við 120 ma.kr. árið 2020.

Vegna þeirrar óvissu sem enn ríkir um efnahagsleg áhrif heimsfaraldursins er óljóst hversu mikið af lánsfjárþörfinni ríkissjóður þarf að mæta annars vegar til skemmri tíma og hins vegar til lengri tíma. Því má ætla að ríkissjóður verði áfram virkur útgefandi á víxlamarkaði á árinu.

Engin erlend lán eru á gjalddaga 2021 en fyrirhugað er að mæta hluta af lánsfjárþörf ríkissjóðs með nýrri erlendri útgáfu á árinu. Sú útgáfa mun létta verulega á innlendri útgáfuþörf ríkissjóðs.

Þá getur ríkissjóður gengið á bæði innlendar og erlendar innstæður á viðskiptareikningi sínum hjá Seðlabanka Íslands. Í lok nóvember 2020 var innlend sjóðstaða um 130 ma.kr. og erlend sjóðstaða 218 ma.kr. Þessu til viðbótar hyggst ríkissjóður taka lán hjá ÍL-sjóði en sjóðurinn hefur yfir umtalsverðu lausu fé að ráða. Það lítur því ekki út fyrir að allur halli ríkissjóðs verði fjármagnaður með hefðbundinni skuldabréfaútgáfu á innlendum mörkuðum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fjárlög 2021 – erfiðir tímar framundan í rekstri ríkissjóðs

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur