Fjár­fest­ing hins op­in­bera á réttri leið – en ým­is­legt mætti bet­ur fara

Nýjar tölur um fjármál hins opinbera sýna að opinberar fjárfestingar jukust um 22,2% að nafnvirði milli ára á fyrsta ársfjórðungi og eru því á réttri leið miðað við markmið. Undanfarin ár hafa fjárveitingar til fjárfestinga ríkissjóðs verið mun meiri en raunfjárfestingar ársins. Þannig hafa ónýttar fjárheimildir til fjárfestinga verið 25–30% af samþykktum framlögum síðustu ár. Umræðan byggir gjarnan á framlögum þannig að tafir og vannýting framlaga flækja málin og draga úr áhrifum fjárfestingar sem hagstjórnarviðbragðs.
Alþingishús
15. júní 2021 - Hagfræðideild

Nýjar tölur um fjármál hins opinbera sýna að opinberar fjárfestingar jukust um 22,2% að nafnvirði milli ára á fyrsta ársfjórðungi og eru því á réttri leið miðað við markmið. Fjárfesting ríkissjóðs jókst um 25,8% á milli ára og fjárfesting sveitarfélaganna um 19,2%.

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir 2020 drógust opinberar fjárfestingar saman um 9,3% eftir 10,8% samdrátt árið áður. Eins og hefur verið fjallað um í Hagsjám skýtur þessi samdráttur skökku við, t.d. vegna sérstaks fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar sem sett var af stað 2020.

Í ár er spáð mikilli aukningu á fjárfestingum hins opinbera, m.a. vegna tafa við að koma verkefnum af stað. Þannig spáir Hagstofan 17,7% aukningu, Seðlabankinn 32% aukningu og Hagfræðideild Landsbankans 25% aukningu. Spár allra þriggja gera svo ráð fyrir að það hægi á ný á fjárfestingum hins opinbera milli 2021 og 2022.

Samdráttur var í fjárfestingum sveitarfélaga í fyrra en áætlanir fyrir árið 2021 benda til þess að um verulega aukningu verði að ræða. Alls er um að ræða fjárfestingar A-hluta sveitarfélaganna upp á tæpa 60 ma.kr., sem er aukning um 24% frá fjárhagsáætlunum 2020.

Ýmislegt í sambandi við opinbera fjárfestingu er flókið hvað umfjöllun varðar. T.d. er munur á því hvað telst opinber fjárfesting samkvæmt reikningsskilastöðlum annars vegar og hagskýrslustöðlum (GFS) hins vegar. Þannig var viðhald innviða hluti boðaðs fjárfestingarátaks í núgildandi áætlun en viðhald af því tagi telst að stærstu leyti vera samneysla samkvæmt hagrænu uppgjöri.

Í tengslum við fjárfestingarátakið skapaðist breið sátt um að verja umtalsverðum fjármunum í innviðauppbyggingu. Ljóst er að innviðaauðlindir mynda nauðsynlegan grunn fyrir ýmiss konar framleiðslu og þjónustu, bæði hjá hinu opinbera og einkaaðilum. Fjárfesting í innviðum er þar með mikilvægt hagsmunamál allra landsmanna.

Undanfarin ár hafa fjárveitingar til fjárfestinga ríkissjóðs verið mun meiri en raunfjárfestingar ársins. Þannig hafa ónýttar fjárheimildir til fjárfestinga verið 25–30% af samþykktum framlögum síðustu ár. Umræðan byggir gjarnan á framlögum þannig að tafir og vannýting framlaga flækja málin og draga úr áhrifum fjárfestingar sem hagstjórnarviðbragðs.

Umbætur hafa verið boðaðar í þessum efnum. Nú fer fram vinna við lagafrumvarp um fjárfestingar sem mun fela í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum um skipan opinberra framkvæmda. Þar yrði kveðið á um sérstaka framkvæmda- og fjárfestingaráætlun í tengslum við fjármálaáætlanir. Það ætti aftur að geta skapað meiri festu í þessum málum í framtíðinni.

Lesa hagsjána í heild

Hagsjá: Fjárfesting hins opinbera á réttri leið – en ýmislegt mætti betur fara

Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur