At­vinnu­leysi náð lág­marki?

Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman og var 2,8% í september samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar. Uppgangur, svo sem í ferðaþjónustu, hefur lyft atvinnustiginu og meirihluti fyrirtækja vill fjölga starfsfólki. Erfitt er að spá fyrir um það hversu lengi getur dregið úr atvinnuleysi en Ísland stendur nokkuð vel samanborið við hin Norðurlöndin.
Smiður
11. október 2022 - Greiningardeild

Skráð atvinnuleysi minnkaði um 0,3 prósentustig í september og mældist 2,8%, samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnulausum fækkaði um 600 frá því í ágúst og voru að meðaltali 5.409 í september. Alls höfðu 2.279 verið án atvinnu í meira en 12 mánuði í lok mánaðarins og í hópi þeirra fækkaði um 116 frá því í ágúst. Þeir eru næstum helmingi færri en í septemberlok árið 2019 þegar hópurinn taldi 4.598.

Atvinnuleysi er ennþá mest á Suðurnesjum þar sem það mældist 4,8% í september og næst mest á höfuðborgarsvæðinu, 3,2%. Atvinnuleysi er hvergi minna en á Norðurlandi vestra þar sem það mældist 0,7% í september.

Þó nokkuð fleiri karlar eru atvinnulausir en konur, 3.042 karlar samanborið við 2.596 konur. Atvinnulausum körlum fækkaði um 237 frá ágústlokum og atvinnulausum konum fækkaði um 243. Alls voru 402 atvinnuleitendur á aldrinum 18-24 ára án atvinnu í lok september.

Hversu lengi getur atvinnuleysi haldið áfram að minnka?

Þótt atvinnuleysi sé á hraðri niðurleið hefur það nokkrum sinnum mælst þó nokkuð lægra í september en nú. Í september 2017 var skráð atvinnuleysi 1,8%, í september 2007 var það aðeins 0,8% og í sama mánuði árið 2001 var það 1%.

Erfitt er að segja til um hversu lengi atvinnuleysið heldur áfram að dragast saman. Vinnumálastofnun spáir því að það breytist ekki mikið í október en gæti aukist lítillega, og mögulega er atvinnuleysi komið eins langt niður og það kemst. Það er óumflýjanlegt að einhver hluti vinnuaflsins sé atvinnulaus á hverjum tíma, jafnvel þótt atvinnustigið sé í hámarki. Þetta skýrist af því sem er kallað náttúrulegt atvinnuleysi eða jafnvægisatvinnuleysi, því atvinnuleysi sem er til staðar í vaxandi hagkerfi sem er í jafnvægi. Fólk þarf svigrúm til þess að skipta um vinnu og finna vinnu sem því hentar, auk þess sem eðlilegt er að fólk sé atvinnulaust í einhvern tíma eftir að það lýkur námi eða flytur búferlum, svo dæmi séu nefnd.

Jafnvægisatvinnuleysið er ekki föst stærð. Það sveiflast með mældu atvinnuleysi, en ekki jafn mikið, og það kann að skýrast af því að hluti þeirra sem missa vinnuna þegar heildareftirspurn í hagkerfinu dregst saman festist í atvinnuleysi. Við það hækkar jafnvægisatvinnuleysið.

Í kynningu varaseðlabankastjóra peningastefnu frá því í júní á þessu ári kemur fram að atvinnuleysið sé nú talið vera komið undir jafnvægisatvinnuleysi, sem er skýr vísbending um spennu á vinnumarkaði. Spennan skapar þrýsting á laun, enda þurfa atvinnurekendur við þessar aðstæður að jafnaði að keppa um starfsfólk, sbr. stöðuna í ferðaþjónustu, í stað þess að starfsfólk keppi um störf. Jafnvægisatvinnuleysi er einmitt á meðal þeirra stærða sem Seðlabankinn hefur notað til að meta framleiðsluspennu eða framleiðsluslaka í hagkerfinu.

Önnur leið til að meta spennu á vinnumarkaði er að skoða mat stjórnenda fyrirtækja á vinnuaflsþörf. Stjórnendur um 54% fyrirtækja telja vanta starfsfólk, samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Seðlabankann. Þetta hlutfall er mjög nálægt sögulegu hámarki og því skýr vísbending um þá spennu sem er á vinnumarkaðnum. Til samanburðar var hlutfallið í kringum 6% um mitt ár 2020. Vöntunin virðist mest í byggingarstarfsemi, verslun og greinum tengdum samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu.

Atvinnuleysi nokkuð lágt í samanburði við Norðurlöndin

Ef horft er á Norðurlöndin stendur Ísland nokkuð vel, en atvinnuleysið er næst lægst hér á eftir Noregi. Atvinnuleysi jókst hraðast hér á landi þegar faraldurinn skall á, ekki síst vegna þess hversu stór hluti vinnuaflsins starfaði í greinum tengdum ferðaþjónustu, en á móti virðist það líka vera á einna hraðastri niðurleið hér á landi, samhliða uppgangi sömu greina. Atvinnulífið er fjölbreyttara á hinum Norðurlöndunum og sveiflurnar því ekki jafn ýktar og hér á landi.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur