Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands verður haldinn föstudaginn 2. júní 2023 kl. 16.00 í útibúi Landsbankans Austurstræti 11.
Dagskrá
- Skýrsla stjórnar
- Kynning ársreiknings
- Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt
- Gerð grein fyrir fjárfestingastefnu sjóðsins
- Kosning stjórnar
- Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
- Laun stjórnarmanna
- Kjör endurskoðanda
- Önnur mál
Atkvæðaréttur sjóðfélaga fer eftir inneign þeirra og réttindum við næstliðin áramót. Rétthafar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt. Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands er einn af fáum lífeyrissjóðum þar sem er fullkomið sjóðfélagalýðræði á aðalfundum. Sjóðurinn hvetur því sjóðfélaga til að mæta á aðalfundinn og nýta atkvæðisrétt sinn.
Stjórnarkjör
Á fundinum verður kosið um einn stjórnarmann til þriggja ára. Um hæfi til þess að setjast í stjórn lífeyrissjóðs fer eftir 31. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Framboð til stjórnar skal tilkynna til Sigurgísla Ingimarssonar stjórnarformanns sjóðsins eða Ólafs Páls Gunnarssonar framkvæmdastjóra sjóðsins.