Í maí er greitt út 31. maí ef sótt er um með rafrænum skilríkjum á sjóðfélagavef 27. maí eða fyrr.
Þeir sem ekki eru með rafræn skilríki geta sent póst á netfangið vl@landsbankinn.is og óskað eftir því að fá sent umsóknarform. Þegar formið hefur verið fyllt út og undirritað skal skanna það (eða taka mynd af undirrituðu skjali með símanum) og senda aftur á sama netfang. Umsókn með tölvupósti þarf að hafa borist í síðasta lagi 25. maí til að greitt sé 31. maí.
Um úttekt séreignarsparnaðar
Séreignarsparnaður (viðbótarlífeyrissparnaður) er alla jafna ekki laus til útgreiðslu fyrr en 60 ára aldri er náð. Vegna Covid-19 hafa stjórnvöld veitt heimild fyrir tímabundinni útgreiðslu. Þetta úrræði getur hentað vel fyrir þá sem missa tekjur, sérstaklega ef annar sparnaður er ekki fyrir hendi. Á hinn bóginn þarf að hafa í huga að við úttektina minnkar inneignin sem verður til taks þegar fólk nær lífeyrisaldri en þá lækka tekjur almennt töluvert.
- Hármarksupphæð úttektar er 12 milljónir króna. Úttektir á árinu 2020 koma til frádráttar.
- Miðað er við inneign sjóðfélaga 1. apríl 2021.
- Hámarksupphæð er 800.000 krónur á mánuði.
- Hægt er að sækja um til 1. janúar 2022.
- Engar sérstakar takmarkanir eru á ráðstöfun fjármunanna.
- Úttektin er tekjuskattsskyld.