Framboð í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins 2021
Framboðum til aðalmanns bar að skila inn til stjórnar viku fyrir ársfund. Eitt framboð barst og er því sjálfkjörið í aðalstjórn.
Frambjóðandi í kjöri til aðalmanns í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins 19. maí 2021 er:
Una Eyþórsdóttir
Una Eyþórsdóttir f. 1955, er mannauðsstjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2011. Hún er viðskiptafræðingur MBA frá Háskóla Íslands 2002 og MS í mannauðsstjórnun frá sama skóla 2011. Starfaði hjá Icelandair frá 1975 til 2008 lengst af sem starfsmannastjóri í framkvæmdastjórn, forstöðumaður starfsþróunar og deildarstjóri notendasviðs tölvudeildar. Una stofnaði og rak Ferðaskóla Flugleiða sem var viðurkenndur alþjóðlegur ferðaskóli sem starfaði í 10 ár. Hún hefur starfað við ráðgjöf í mannauðsmálum og við kennslu og setið í kjaranefndum fyrirtækja. Una hefur sótt námskeið um ábyrgð og árangur stjórnarmanna hjá HR. Hún hefur setið í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá 2011. Una var kosin til tveggja ára á aðalfundi ársins 2019 og er hún því skipuð til ársins 2021.









