Út­tekt á við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aði

Meðal aðgerða sem stjórnvöld hafa kynnt vegna Covid-19 er að heimila tímabundið úttekt á viðbótarlífeyrissparnaði. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir í apríl 2020.
23. mars 2020

Frumvarp um úrræðið verður væntanlega afgreitt á Alþingi á næstu dögum. Íslenski lífeyrissjóðurinn hefur þegar hafið undirbúning en endanleg útfærsla verður ekki ljós fyrr en eftir að frumvarpið hefur verið afgreitt á Alþingi. Frekari upplýsingar verða birtar á vef sjóðsins um leið og þær liggja fyrir.

  • Stefnt er að því að hægt verði að taka á móti umsóknum og byrja að greiða út í apríl 2020.
  • Umsóknarfresti um útgreiðslu ljúki 1. janúar 2021.
  • Hámarksúttekt fyrir einstakling verði 12 milljónir króna.
  • Hámarksgreiðsla á mánuði verði 800.000 krónur.
  • Tekjuskattur er innheimtur af greiðslum við úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar.

Spurt og svarað um útgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar

Hvernig get ég nýtt viðbótarlífeyrissparnaðinn til framfærslu?
Allir þeir sem eiga viðbótarlífeyrissparnað geta fengið greitt út allt að 12 milljónir kr. á 15 mánuðum. Miðað er við stöðu 1. apríl 2020.

Hvenær get ég sótt um að fá sparnaðinn greiddan út?
Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir í apríl 2020 en þó liggur það ekki enn alveg ljóst fyrir.

Hvenær get ég fengið viðbótarlífeyrissparnaðinn greiddan út?
Viðbótarlífeyrissparnaðurinn mun greiðast út á 15 mánaða tímabili frá því að sótt er um. Ef um lægri fjárhæð en 12 milljónir kr. er að ræða styttist útgreiðslutími hlutfallslega.

Hvenær fæ ég fyrstu greiðsluna?
Það liggur ekki fyrir en stefnt er að því að hefja greiðslur í apríl 2020.

Hvað get ég fengið mikið greitt út mánaðarlega?
Útgreiðsla getur að hámarki numið 800 þús. kr. hvern mánuð og skattleggst líkt og aðrar tekjur. Lífeyrissjóðurinn stendur skil á staðgreiðslu skattsins.

Hversu lengi er hægt að sækja um?
Umsóknarfrestur er til 1. janúar 2021.

Greiði ég skatt af úttektinni?
Já, úttektin er tekjuskattsskyld. Lífeyrissjóðurinn stendur skil á staðgreiðslu skattsins.

Geta allir sótt um?
Já allir sem eiga viðbótarlífeyrissparnað 1. apríl 2020 geta sótt um.

Hvar sæki ég um úttekt á viðbótalífeyrissparnaði?
Unnið er að útfærslu á umsóknarferlinu. Stefnt er að því að hafa það rafrænt. Viðskiptavinir verða upplýstir um umsóknarferlið á næstu vikum.

Hvar sé ég hvað ég á mikinn viðbótarlífeyrissparnað?
Upplýsingar um inneign í viðbótarlífeyrissparnaði má nálgast á sjóðfélagavef eða í netbanka.

Hvernig má nota féð sem er tekið út?
Engar sérstakar takmarkanir eru á ráðstöfun fjármunanna.

Skiptir máli að eldri heimildir til útgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar hafi verið nýttar eða að hann hafi verið nýttur til að greiða inn á fasteignalán eða vegna íbúðakaupa?
Ekki skiptir máli að eldri heimildir til útgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar hafi verið nýttar eða að hann hafi verið nýttur til að greiða inn á fasteignalán eða til íbúðakaupa. Það eina sem skiptir mál er hver inneign þín er 1. apríl 2020.

Er líka hægt að fá það sem ég greiði í viðbótarlífeyrissparnað eftir 1. apríl?
Nei, það er ekki hægt að fá það greitt út en áfram verður hægt að nýta þær greiðslur til að lækka fasteignalán og upp í útborgun á fyrstu eign.

Hefur úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar áhrif á greiðslu bóta eins og barna- og vaxtabóta?
Útgreiðsla viðbótarlífeyrissparnaðar á grundvelli þessa úrræðis mun ekki hafa áhrif á greiðslu barnabóta eða vaxtabóta. Þá hefur úttektin ekki áhrif á aðrar bætur almannatryggingar eða bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Útgreiðslan ekki áhrif á greiðslu húsnæðisbóta, atvinnuleysisbóta og greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
15. maí 2024
Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 16 í Landsbankanum, Reykjastræti 6.
New temp image
26. apríl 2024
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins 2024
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 16.00 í Landsbankanum Reykjastræti 6.
New temp image
19. maí 2023
Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 24. maí 2023 kl. 17 í útibúi Landsbankans Austurstræti 11. Samkvæmt samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins er stjórn sjóðsins skipuð fimm mönnum, öllum kosnum af sjóðfélögum. Í varastjórn eru tveir menn. Að þessu sinni verður kosið um tvo aðalmenn til þriggja ára og einn varamann til þriggja ára.
New temp image
28. apríl 2023
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 24. maí 2023 kl. 17:00 í Landsbankanum Austurstræti 11.
New temp image
11. jan. 2023
Breyting á réttindatöflum og samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest breytingar á réttindatöflum og samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins sem samþykktar voru á aukaársfundi sjóðsins þann 10. nóvember 2022. Nýjar samþykktir tóku gildi 1. janúar 2023.
New temp image
1. des. 2022
Breytingar á lögum um lífeyrissjóði og tengdum lögum sem taka gildi um áramót
Breytingar á lögum lögum um lífeyrissjóði og öðrum tengdum lagabálkum sem kunna að hafa áhrif á sjóðfélaga Íslenska lífeyrissjóðsins taka gildi um næstu áramót. Hér er yfirlit yfir helstu breytingar:
New temp image
30. nóv. 2022
Fundargerð aukaársfundar Íslenska lífeyrissjóðsins 2022
Aukaársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins var haldinn þann 10. nóvember 2022 í Landsbankanum, Austurstræti 11, Reykjavík.
New temp image
27. okt. 2022
Tillögur til breytinga á samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins
Á aukaársfundi Íslenska lífeyrissjóðsins, sem haldinn verður fimmtudaginn 10. nóvember n.k. verða meðfylgjandi tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins lagðar fram.
New temp image
19. okt. 2022
Aukaársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins 10. nóvember 2022
Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins boðar til aukaársfundar sjóðsins fimmtudaginn 10. nóvember 2022, kl. 17 í Landsbankanum Austurstræti 11.
New temp image
14. sept. 2022
Breytingar á lögum um lífeyrissjóði
Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum um lífeyrissjóði og öðrum tengdum lagabálkum s.l. vor. Helstu breytingar lúta að hækkun lágmarksiðgjalds í lífeyrissjóð úr 12% í 15,5%, lögfestingu á svokallaðri tilgreindri séreign, breytingum á úrræði um fyrstu kaup og skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun (TR). Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2023.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur