Góð ávöxt­un Ís­lenska líf­eyr­is­sjóðs­ins 2019

Árið 2019 var einstaklega gott hjá Íslenska lífeyrissjóðnum. Ávöxtun var með því besta sem þekkist í sögu sjóðsins en hrein raunávöxtun deilda sjóðsins var á bilinu 4,6-12,5%, samkvæmt óendurskoðuðum niðurstöðum.
17. janúar 2020

Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar var 10,4%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar samtryggingardeildar sl. fimm ár var 5,8% og 4,9% sl. tíu ár. Hrein raunávöxtun Líf I, sem er stærsta séreignardeild sjóðsins, var 12,5% á árinu 2019. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar í Líf I sl. fimm ár var 5,9% og 5,8% sl. tíu ár.

Vöxtur sjóðsins hefur verið mikill á liðnum árum en hrein eign til greiðslu lífeyris nemur nú um 100 milljörðum króna. Frá árinu 2015 hefur sjóðurinn tvöfaldast að stærð sem má bæði þakka fjölgun sjóðfélaga og góðri ávöxtun. Íslenski lífeyrissjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann sem sér um daglegan rekstur sjóðsins.

Íslenski lífeyrissjóðurinn hefur ákveðið að fella niður kostnað við flutning á séreignarsparnaði til annarra vörsluaðila. Íslenski lífeyrissjóðurinn verður þar með fyrstur stóru séreignarsjóðanna til að fella þennan kostnað niður. Hingað til hefur gjald vegna flutnings numið 0,5% af upphæðinni.

Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins, segir: „Með því að fella niður gjald vegna kostnaðar er viðskiptavinum gert auðveldara að færa séreignarsparnað á milli vörsluaðila. Að okkar mati er eðlilegt að neytendur ávaxti séreignarsparnað sinn hjá þeim sjóði sem þeir treysta best, án þess að þurfa að reikna með kostnaði við flutning á milli sjóða. Um leið stuðlar þessi ákvörðun að aukinni samkeppni. Með niðurfellingu kostnaðar verður inneign í séreignarsparnaði sambærileg innstæðu á bankareikningi að þessu leyti. Það er mikilvægt fyrir neytendur að gjaldtaka sé einföld og gegnsæ.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
15. maí 2024
Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 16 í Landsbankanum, Reykjastræti 6.
New temp image
26. apríl 2024
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins 2024
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 16.00 í Landsbankanum Reykjastræti 6.
New temp image
19. maí 2023
Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 24. maí 2023 kl. 17 í útibúi Landsbankans Austurstræti 11. Samkvæmt samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins er stjórn sjóðsins skipuð fimm mönnum, öllum kosnum af sjóðfélögum. Í varastjórn eru tveir menn. Að þessu sinni verður kosið um tvo aðalmenn til þriggja ára og einn varamann til þriggja ára.
New temp image
28. apríl 2023
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 24. maí 2023 kl. 17:00 í Landsbankanum Austurstræti 11.
New temp image
11. jan. 2023
Breyting á réttindatöflum og samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest breytingar á réttindatöflum og samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins sem samþykktar voru á aukaársfundi sjóðsins þann 10. nóvember 2022. Nýjar samþykktir tóku gildi 1. janúar 2023.
New temp image
1. des. 2022
Breytingar á lögum um lífeyrissjóði og tengdum lögum sem taka gildi um áramót
Breytingar á lögum lögum um lífeyrissjóði og öðrum tengdum lagabálkum sem kunna að hafa áhrif á sjóðfélaga Íslenska lífeyrissjóðsins taka gildi um næstu áramót. Hér er yfirlit yfir helstu breytingar:
New temp image
30. nóv. 2022
Fundargerð aukaársfundar Íslenska lífeyrissjóðsins 2022
Aukaársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins var haldinn þann 10. nóvember 2022 í Landsbankanum, Austurstræti 11, Reykjavík.
New temp image
27. okt. 2022
Tillögur til breytinga á samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins
Á aukaársfundi Íslenska lífeyrissjóðsins, sem haldinn verður fimmtudaginn 10. nóvember n.k. verða meðfylgjandi tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins lagðar fram.
New temp image
19. okt. 2022
Aukaársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins 10. nóvember 2022
Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins boðar til aukaársfundar sjóðsins fimmtudaginn 10. nóvember 2022, kl. 17 í Landsbankanum Austurstræti 11.
New temp image
14. sept. 2022
Breytingar á lögum um lífeyrissjóði
Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum um lífeyrissjóði og öðrum tengdum lagabálkum s.l. vor. Helstu breytingar lúta að hækkun lágmarksiðgjalds í lífeyrissjóð úr 12% í 15,5%, lögfestingu á svokallaðri tilgreindri séreign, breytingum á úrræði um fyrstu kaup og skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun (TR). Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2023.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur