Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt til setu á ársfundinum. Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum sjóðsins:
- Skýrsla stjórnar
- Kynning á ársreikningi
- Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins
- Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri athugun
- Kosning aðal- og varamanna í stjórn
- Kosning endurskoðanda
- Tillögur um breytingar á samþykktum
- Laun stjórnarmanna
- Önnur mál
Tillögur um breytingar á samþykktum þurfa að berast stjórn með skriflegum hætti tveimur vikum fyrir ársfund. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn með skriflegum hætti viku fyrir ársfund. Framboðum aðalmanna til stjórnar skal skila inn til stjórnar viku fyrir ársfund. Að þessu sinni verða kosnir tveir aðalmenn til þriggja ára og einn aðalmaður til tveggja ára. Tillögur og framboð skulu berast til stjórnar Íslenska lífeyrissjóðsins, Austurstræti 11, 101 Reykjavík. Tillögur að breytingum á samþykktum og framboð til stjórnar verða birt á vefsvæði sjóðsins, islenskilif.is.
Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hvetur sjóðfélaga til þess að mæta. Allar nánari upplýsingar má nálgast hér á vef sjóðsins eða hjá Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans í síma 410 4040.