Þeir sem keyptu fyrsta íbúðarhúsnæði sitt á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 og hyggjast nýta sér ráðstöfun viðbótalífeyrissparnaðar inn á húsnæðislán sitt í allt að 10 ár þurfa að sækja um slíka ráðstöfun í gegnum þjónustusíðu ríkisskattstjóra, www.skattur.is, í síðasta lagi hinn 31. desember 2017. Nánari upplýsingar um úrræðið er að finna á www.rsk.is/fyrstaibud.
Ertu byrjuð/byrjaður að nýta úrræðið?
Ef þú keyptir eða byggðir þína fyrstu íbúð á tímabilinu 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2017 og nýttir eldri heimildir til úttektar á séreignarsparnaði (5 ára úrræði) en vilt færa þig yfir í nýja úrræðið (10 ára úrræði) þarftu að sækja um það fyrir lok árs 2017. Ef þú gerir það ekki fellur heimild til nýtingar á viðbótarlífeyrissparnaði niður miðað við 30. júní 2019.
Ertu að greiða í viðbótarlífeyrissparnað en ekki byrjuð/byrjaður að nýta neitt úrræði?
Ef þú keyptir þína fyrstu íbúð frá 1. júlí 2014 til 1. júlí 2017 og ert að greiða í viðbótarlífeyrissparnað og vilt nýta úrræði til 10 ára þá þarftu að sækja um það fyrir lok árs 2017. Ef þú gerir það ekki getur þú eingöngu nýtt eldra úrræði sem fellur niður 30. júní 2019.
Ertu ekki með viðbótarlífeyrissparnað?
Ef þú keyptir eða byggðir þína fyrstu íbúð á tímabilinu 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2017, ert ekki að greiða í viðbótarlífeyrissparnað en vilt nýta úrræði um fyrstu kaup (10 ára úrræði) þarftu að gera samning um viðbótarlífeyrissparnaðar og sækja um úrræðið á www.skattur.is fyrir lok árs 2017.
Keyptir þú fyrstu íbúð eftir 1. júlí 2017?
Umsókn vegna úttektar, eða greiðslu inn á veðlán, í tengslum við kaup á fyrstu íbúð sem keypt var 1. júlí 2017 eða síðar þarf að berast í síðasta lagi tólf mánuðum eftir undirritun kaupsamnings.