Enn meira öryggi í Landsbankaappinu

Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Aukið öryggi í kortaviðskiptum og auðveldari vöktun
Til að breyta þessum stillingum velur þú „Kort“ og síðan punktana þrjá undir myndinni af kortinu. Síðan ferðu í „Öryggi og vöktun“ og getur þar valið um að loka fyrir tiltekna notkunarmöguleika á kortinu þínu. Þú getur síðan opnað fyrir virknina aftur þegar þú þarft á að halda. Þú getur lokað fyrir:
- Notkun á plastkortinu
- Kortanotkun erlendis
- Netverslun
- Notkun í hraðbönkum
- Snertilausar greiðslur
Ef þú notar kortið þitt lítið á netinu eða ert sjaldan í útlöndum getur verið góð hugmynd að loka fyrir notkun í netverslun eða í útlöndum. Það er auðvelt að leyfa þessi virkni aftur hvenær sem er.
Einfalt að stilla vöktun
Í appinu er einfalt að stilla vöktun á kortinu þínu. Þú getur valið um að fá tilkynningar þegar þú notar kortið við innborgun, útborgun án korts (t.d. netverslun), úttekt í hraðbanka og/eða þegar ráðstöfun á kortinu fer undir lágmark sem þú hefur tilgreint. Tilkynningar um útborgun án korts eru gjaldfrjálsar.

Neyðarlokun
Ef þú telur þörf á að loka fyrir allan aðgang að netbanka eða appi, t.d. ef þú telur að þú hafir orðið fyrir svikum, getur þú valið neyðarlokun, en þann möguleika finnur þú undir stillingum í appinu. Lokunin tekur samstundis gildi og aðeins er hægt að opna aftur með því að hafa samband við okkur á afgreiðslutíma bankans.

- Lokar aðgangi þínum að appi, netbanka einstaklinga og netbanka fyrirtækja.
- Lokar öllum debetkortum, kreditkortum og fyrirframgreiddum kortum, bæði þínum eigin og fyrirtækjakortunum þínum.
- Afturkallar heimildir allra tækja til að nota lífkenni til auðkenningar.









