Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Appið hefur verið í mikilli framþróun undanfarin ár, bæði hvað varðar tæknilausnir, öryggi og þjónustu fyrir viðskiptavini. Mikil ánægja mælist með appið en það leysir ótal verkefni og býður upp á fleiri valmöguleika og aðgerðir en önnur bankaöpp.
Eingöngu mögulegt í Landsbankaappinu
Landsbankinn hefur verið leiðandi í innleiðingu á opnu bankakerfi og meðal nýjunga í appinu á árinu 2023 var sá möguleiki að sjá og nota reikninga í öðrum bönkum. Þannig hagnýttum við kosti opna bankakerfisins sem var innleitt með PSD2-reglugerð Evrópusambandsins og vorum fyrsti íslenski bankinn til að uppfylla kröfur hennar.
Á árinu gerðum við viðskiptavinum einnig kleift að fá sameiginlega sýn á fjármál fjölskyldunnar með einföldum hætti í appinu - annar þjónustuþáttur sem er hvergi í boði annars staðar.
Nýjungarnar halda áfram að bætast við og má nefna að við opnuðum nýlega á endurfjármögnun íbúðalána í appinu og að nú geta fyrirtæki sem nýta sér færsluhirðingu Landsbankans fylgst með stöðunni í appinu. Og við erum hvergi nærri hætt!