Opnum útibúið í Reykjastræti

Við opnum í dag útibú í nýja húsnæðinu okkar í Reykjastræti 6. Þar er hægt að fá þjónustu hjá gjaldkera frá kl. 10-16 og hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.

Gott aðgengi er að útibúinu frá Reykjastræti og næg bílastæði eru í bílakjallara. Aðgengið verður enn betra þegar framkvæmdum á lóð og í bílakjallara lýkur seinna í haust.

Hraðbankar áfram í Vesturbæ
Vesturbæjarútibú og útibúið okkar í Austurstræti 11 sameinast nú útibúinu í Reykjastræti. Hraðbankar við Vesturbæjarútibú verða áfram aðgengilegir og takmörkuð þjónusta verður í boði í Austurstræti fram til 22. september þegar útibúið lokar. Þar er nú myndlistarsýningin Hringrás - innsýn í listasafn Landsbankans sem er aðgengileg á milli kl. 10-16 á virkum dögum.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur í nýja útibúinu í Reykjastræti!









