Landsbankinn breytir vöxtum

Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Innlánavextir
- Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 0,50 prósentustig.
- Vextir sem viðskiptavinir fá þegar þeir spara í appi hækka úr 8,25% og verða 8,75%.
- Vextir á Fasteignagrunni hækka úr 8,90% og verða 9,40%.
- Vextir almennra veltureikninga hækka um 0,20 prósentustig.
- Vextir á verðtryggðum sparireikningum hækka um 0,30 prósentustig.
Útlánavextir
- Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,50 prósentustig og verða 10,75%.
- Breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,30 prósentustig og verða 3,15%.
- Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða hækka um 0,30 prósentustig og fastir vextir nýrra íbúðalána til 60 mánaða hækka um 0,30 prósentustig.
- Fastir vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða hækka um 0,40 prósentustig.
- Kjörvextir á óverðtryggðum lánum og yfirdráttarlánum hækka um 0,50 prósentustig.
Ný vaxtatafla tekur gildi föstudaginn 1. september 2023. Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka.
Hver eru áhrifin á lánið mitt?
Við vekjum athygli á fræðslugrein á vef bankans þar sem fjallað er um áhrif vaxtahækkana á lán. Ef lán (neytendalán eða fasteignalán til neytenda) er með breytilega vexti taka breytingarnar gildi 30 dögum eftir að tilkynnt er um breytinguna. Vextir lána með fasta vexti breytast ekki á meðan á fastvaxtatímanum stendur.









