Þórður Örlygsson ráðinn innri endurskoðandi Landsbankans
Þórður Örlygsson hefur verið ráðinn innri endurskoðandi Landsbankans og tekur hann við starfinu í byrjun ágúst.
Þórður hefur yfir 20 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði og hefur sem regluvörður veitt Regluvörslu bankans forstöðu undanfarin ár. Þórður lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999.
Innri endurskoðun heyrir beint undir bankaráð og er hluti af eftirlitskerfi bankans. Þórður tekur við af Kristínu Baldursdóttur sem gegnt hafði starfi innri endurskoðanda frá árinu 2009.