Fréttir

First Water lýk­ur 12,3 millj­arða fjár­mögn­un

First Water
4. júlí 2023

Hlutafjáraukningu First Water hf., sem áður hét Landeldi hf. og vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn, er lokið. Fjárfestar skráðu sig fyrir alls um 82 milljónum evra, eða um 12,3 milljörðum króna, í nýju hlutafé. Fjárfestingarfélagið Stoðir er áfram stærsti hluthafi First Water eftir hlutafjáraukninguna. Framtakssjóðurinn Horn IV ásamt breiðum hópi innlendra og erlendra fjárfesta á borð við lífeyrissjóði og einkafjárfesta koma nýir að félaginu. Hlutafjárkaup að fjárhæð um 2,5 milljarðar er háð endanlegu samþykki hjá stjórn kaupenda. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annaðist umsjón hlutafjáraukningarinnar.

Með hlutafjáraukningunni er fjármögnun uppbyggingar fyrsta áfanga landeldisstöðvar First Water tryggð. Framleiðslugeta fyrsta áfanga verður um 8 þúsund tonn af laxi á ári en áætlanir First Water miða við að heildarframleiðsla verði að lokum um 50 þúsund tonn og að uppbyggingu verði lokið árið 2028. Áformað er að skrá First Water á hlutabréfamarkað 2025 og sækja samhliða skráningu aukið fjármagn til áframhaldandi uppbyggingar.

Félagið, sem til skamms tíma gekk undir nafninu Landeldi hf., hefur tekið upp nýtt heiti; „First Water – Salmon from Iceland”. Nafnið sækir uppruna sinn í gæðaflokkun gimsteina, en tærasti flokkur gimsteina kallast „first water”, líkt og hið tærasta vatn. Með nafninu er vísað til þeirra miklu vatnsgæða sem landeldisstöð First Water býr að í Þorlákshöfn, bæði af hendi náttúrunnar og fyrir tilstuðlan einstaks tæknibúnaðar First Water. Sú staðreynd að nær öll framleiðsla félagsins verður seld erlendis skýrir að enskt nafn hafi orðið fyrir valinu.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water:

„Það rekur hver stóráfanginn annan hjá félaginu þessa dagana. Það er mjög ánægjulegt að sjá mikinn áhuga fjárfesta, bæði nýrra og núverandi, á félaginu og við bjóðum fjölda nýrra hluthafa sérstaklega velkomna í hópinn. Við erum með frábært verkefni í höndunum og það endurspeglast í því að við erum ljúka vel heppnaðri hlutafjáraukningu, þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Þá höfum við nýlega lokið okkar fyrstu slátrun og selt og sent okkar fyrstu afurðir til erlendra kaupenda, sem voru gríðarlega stórir áfangar. Viðbrögð kaupenda og neytenda voru framar vonum okkar og það er ljóst að markaðurinn kallar eftir gæðahráefni á borð við okkar, þar sem hreinleiki og sjálfbærni framleiðslunnar er með því besta sem þekkist. Loks erum við að ýta úr vör nýju heiti félagsins og vörumerki; First Water – Salmon from Iceland. Nafnið undirstrikar kjarna málsins, hin óviðjafnanlegu vatnsgæði sem laxinn okkar dafnar vel í, og mun nýtast okkur vel á erlendum mörkuðum. Það er því full ástæða til bjartsýni og við höldum ótrauð áfram uppbyggingu umhverfisvæns og sjálfbærs laxeldis á landi.“

Um First Water

First Water starfrækir seiðaeldisstöð við Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Verkefnið nýtur afburða aðstæðna í Ölfusi þar sem gott aðgengi er að landrými, umhverfisvænni orku og ekki síst tæru ferskvatni og sjóvatni við kjörhitastig fyrir laxeldi. Uppbyggingin miðar að sjálfbærri og umhverfisvænni framleiðslu þar sem lax er alinn við kjöraðstæður í hreinum sjó sem dælt er upp í gegnum hraunlög á svæðinu og öll orka kemur frá frá endurnýjanlegum orkugjöfum vatns- og gufuaflsvirkjana Landsvirkjunar. Nálægð við flutningsleiðir tryggir síðan ferskar afurðir í hæsta gæðaflokki á helstu markaði erlendis. Félagið hefur lokið umhverfismati og hefur öðlast öll leyfi til að ala árlega um 8 þúsund tonn af laxi, en markmið félagsins er að framleiðslugeta félagsins verði á endanum um 50 þúsund tonn á ári. Alls eru nú um 1,8 milljónir laxa í seiða- og áframeldisstöðvum First Water. Fyrsta slátrun fór fram í maí 2023 og næsta uppskera er áætluð í ágúst 2023. Hluthafar First Water eru um 115 talsins eftir hlutafjáraukninguna. Meðal hluthafa eru frumkvöðlar, stjórnendur og starfsmenn, auk einka- og stofnanafjárfesta. Stærsti hluthafi First Water er fjárfestingafélagið Stoðir hf.

Vefsíða First Water

Þú gætir einnig haft áhuga á
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
19. des. 2024
Afgreiðslutími um jól og áramót
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag er opið til kl. 12 sem þýðir að útibú sem alla jafna opna eftir kl. 12 eru lokuð á gamlársdag. Að öðru leyti er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur