Fjármál og frami ungs fólks
Landsbankinn býður ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á atvinnumarkaði upp á fræðsluerindi í nýju húsnæði bankans við Reykjastræti, þriðjudaginn 23. maí 2023.
Hvaða sparnaðarleiðir eru í boði? Við hverju má búast í laun í fyrstu vinnunni eftir nám? Hver er skuldastaða ungs fólks á Íslandi? Þetta, og margt fleira, verður til umfjöllunar á fundinum þar sem sérfræðingar bankans og sérfræðingur í atvinnulífinu leiða saman hesta sína.
Húsið opnar klukkan 17 og erindi hefjast klukkan 17.30. Léttar veitingar og léttar veigar verða í boði.
Dagskrá
Hver er staðan og hvað segja gögnin okkur?
Guðrún Heiða Bjarnadóttir, sérfræðingur í viðskiptalausnum hjá Landsbankanum, fer yfir fjárhagsstöðu ungs fólks.
Við hverju má ég búast?
Hvar er eftirspurn í atvinnulífinu? Hvar ekki? Og við hverju má ég búast í laun?
Sverrir Briem, ráðgjafi og meðeigandi hjá Hagvangi, fer yfir stöðuna á vinnumarkaði.
Hvernig byrja ég?
Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans, fer yfir heilræði þegar kemur að sparnaði, lántöku og yfirsýn yfir fjármálin.
Við hvetjum þátttakendur til að spyrja spurninga að erindum loknum og að vera með í umræðunni.
Hlökkum til að sjá þig!