Landsbankinn hlýtur tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna
Vefur Landsbankans hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna árið 2022 í flokki stórra fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt ár hvert af Samtökum vefiðnaðarins (SVEF), fagsamtökum þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi.
Tilnefnt er til verðlauna í þrettán flokkum auk þess sem dómnefnd veitir verðlaun fyrir verkefni ársins, hönnun og viðmót ársins og viðurkenningu fyrir gott aðgengi.
Auk Landsbankans eru vefir EVE Online, Landsvirkjunar, Dominos og Íslandsbanka tilnefndir í sama flokki. Verðlaunin verða afhent föstudaginn 31. mars, á uppskeruhátíð samtakanna.