Fréttir

Lands­bank­inn ger­ist að­ili að PBAF til að mæla áhrif á líf­fræði­lega fjöl­breytni

Partnership for Biodiversity Accounting Financials
19. desember 2022 - Landsbankinn

Landsbankinn hefur gerst aðili að PBAF (Partnership for Biodiversity Accounting Financials) sem eru samtök sem vinna að því að þróa aðferð til að mæla áhrif útlána og eignasafna fjármálafyrirtækja á líffræðilega fjölbreytni. Nú taka 47 fjármálafyrirtæki víða um heim þátt í verkefninu og er Landsbankinn fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið til að gerast aðili að því.

PBAF eru systursamtök PCAF (Partnership for Carbon Accounting Financials) sem þróaði aðferðafræði sem gerir fjármálafyrirtækjum kleift að mæla og greina losun gróðurhúsalofttegunda í lána- og eignasöfnum.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Áður en PCAF kom til sögunnar höfðu fjármálafyrirtæki enga leið til að meta losun á gróðurhúsalofttegundum vegna lána og eignasafna með samræmdum hætti, en nú er aðferðafræðin óðum að öðlast alþjóðlega viðurkenningu sem besta leiðin til að meta losunina. Við teljum að aðferðafræðin sem nú er unnið að á vettvangi PBAF muni verða jafn mikilvæg við mat á því hvaða áhrif útlánastarfsemi og eignasöfn fjármálafyrirtækja hefur á líffræðilega fjölbreytni.

Það er öllum mikilvægt að stuðla að góðri umgengni um auðlindir jarðar því þannig tryggjum við velsæld einstaklinga og fyrirtækja til framtíðar. Við bindum miklar vonir við að starfið á vettvangi PBAF leiði til þess að við getum betur séð hvar vandinn er mestur. Þannig getum við greint tækifæri til að stuðla á sem áhrifaríkastan hátt að varðveislu á líffræðilegri fjölbreytni til framtíðar.“

Nánar um PCAF og kolefnisspor bankans

Landsbankinn gerðist aðili að PCAF árið 2019. Fulltrúi bankans tók virkan þátt í að móta og þróa aðferðafræði PCAF en starfið byggði á náinni samvinnu fjármálafyrirtækja og vísindamanna. Kröfur Evrópusambandsins um upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja í loftslagsmálum byggja að miklu leyti á aðferðafræði PCAF og við mat á umbreytingar- og loftslagsáhættu er að mestu leyti stuðst við PCAF-gögn um losun frá lána- og eignasafni.

Okkar eigin starfsemi, það er að segja rekstur á skrifstofuhúsnæði, útibúum, tölvukerfum og fleira slíkt er aðeins lítið brot af þeim heildaráhrifum sem starfsemi bankans hefur á umhverfið. Hin raunverulegu áhrif eru vegna útlána og eigna bankans. Hið sama á við um áhrif bankans á líffræðilega fjölbreytni.

 

Þú gætir einnig haft áhuga á
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Are you getting information about our offers?
We regularly advertise special offers for customers, in collaboration with our partners. In some cases, customers may not receive information about such offers or benefits because they have declined to receive notifications from the Bank. It’s easy to change this choice in Landsbankinn’s app or online banking.
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur