Fréttir

Lands­bank­inn ger­ist að­ili að PBAF til að mæla áhrif á líf­fræði­lega fjöl­breytni

Partnership for Biodiversity Accounting Financials
19. desember 2022 - Landsbankinn

Landsbankinn hefur gerst aðili að PBAF (Partnership for Biodiversity Accounting Financials) sem eru samtök sem vinna að því að þróa aðferð til að mæla áhrif útlána og eignasafna fjármálafyrirtækja á líffræðilega fjölbreytni. Nú taka 47 fjármálafyrirtæki víða um heim þátt í verkefninu og er Landsbankinn fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið til að gerast aðili að því.

PBAF eru systursamtök PCAF (Partnership for Carbon Accounting Financials) sem þróaði aðferðafræði sem gerir fjármálafyrirtækjum kleift að mæla og greina losun gróðurhúsalofttegunda í lána- og eignasöfnum.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Áður en PCAF kom til sögunnar höfðu fjármálafyrirtæki enga leið til að meta losun á gróðurhúsalofttegundum vegna lána og eignasafna með samræmdum hætti, en nú er aðferðafræðin óðum að öðlast alþjóðlega viðurkenningu sem besta leiðin til að meta losunina. Við teljum að aðferðafræðin sem nú er unnið að á vettvangi PBAF muni verða jafn mikilvæg við mat á því hvaða áhrif útlánastarfsemi og eignasöfn fjármálafyrirtækja hefur á líffræðilega fjölbreytni.

Það er öllum mikilvægt að stuðla að góðri umgengni um auðlindir jarðar því þannig tryggjum við velsæld einstaklinga og fyrirtækja til framtíðar. Við bindum miklar vonir við að starfið á vettvangi PBAF leiði til þess að við getum betur séð hvar vandinn er mestur. Þannig getum við greint tækifæri til að stuðla á sem áhrifaríkastan hátt að varðveislu á líffræðilegri fjölbreytni til framtíðar.“

Nánar um PCAF og kolefnisspor bankans

Landsbankinn gerðist aðili að PCAF árið 2019. Fulltrúi bankans tók virkan þátt í að móta og þróa aðferðafræði PCAF en starfið byggði á náinni samvinnu fjármálafyrirtækja og vísindamanna. Kröfur Evrópusambandsins um upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja í loftslagsmálum byggja að miklu leyti á aðferðafræði PCAF og við mat á umbreytingar- og loftslagsáhættu er að mestu leyti stuðst við PCAF-gögn um losun frá lána- og eignasafni.

Okkar eigin starfsemi, það er að segja rekstur á skrifstofuhúsnæði, útibúum, tölvukerfum og fleira slíkt er aðeins lítið brot af þeim heildaráhrifum sem starfsemi bankans hefur á umhverfið. Hin raunverulegu áhrif eru vegna útlána og eigna bankans. Hið sama á við um áhrif bankans á líffræðilega fjölbreytni.

 

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
5. feb. 2025
Lokanir vegna veðurs
Vegna slæms veðurs loka flest útibú og afgreiðslur Landsbankans fyrr í dag. Útibúin opna aftur á morgun þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartímanum á morgun, þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
4. feb. 2025
Morgunfundur um fjármögnun og uppbyggingu innviða
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.
Landsbankinn
4. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn lokuð snemma á miðvikudagsmorgun
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni miðvikudagsins 5. febrúar frá kl. 06.00 til 07.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Dagatal Landsbankans 2025 sýning
3. feb. 2025
Sýning á dagatalsmyndunum – listamannaspjall 3. febrúar
Myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans í ár eru nú til sýnis í Landsbankanum Reykjastræti 6. Stefán „Mottan“ Óli Baldursson, sem málaði myndirnar, verður í bankanum mánudaginn 3. febrúar, frá kl. 13-15.30, og þar verður hægt að spjalla við hann um myndirnar.
15. jan. 2025
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi halda áfram
Við bjóðum til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Fundaröðin hefur verið vel sótt og færri stundum komist að en vilja. Við höfum þegar haldið fundi um þetta efni í Reykjavík og Reykjanesbæ, á Akureyri, Selfossi og Reyðarfirði og næst ætlum við að heimsækja Vestmannaeyjar og Akranes.
Netöryggi
31. des. 2024
Vörum við svikapóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum sem hafa verið sendir í nafni Skattsins. Í póstinum er sagt að skattayfirvöld hafi uppfært upplýsingar varðandi skattframtalið þitt og að þú eigir að nálgast upplýsingar á þjónustuvef Skattsins með því að smella á hlekk sem sendur er með póstinum.
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
19. des. 2024
Afgreiðslutími um jól og áramót
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag er opið til kl. 12 sem þýðir að útibú sem alla jafna opna eftir kl. 12 eru lokuð á gamlársdag. Að öðru leyti er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur