Breytingar á staðfestingu við innborgun á kreditkort
Við höfum gert breytingar á staðfestingu við innborgun á kreditkort. Breytingarnar eru liður í aðgerðum til að auka öryggi við staðfestingu á greiðslum og felast í því að leyninúmer víkja fyrir sterkri auðkenningu.
- Þegar þú notar netbankann til að borga inn á kreditkort sem er ekki skráð á þig, þarft þú að staðfesta greiðsluna með sterkri auðkenningu í stað þess að slá inn leyninúmer. Sterk auðkenning er framkvæmd með rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappinu.
- Þegar þú notar netbankann til að borga inn á þitt eigið kreditkort þarf hvorki sterka auðkenningu né að slá inn leyninúmer. Ástæðan er sú að við innskráningu í netbankann er beðið um sterka auðkenningu. Þá eru kröfur ekki eins strangar þegar um er að ræða greiðslu inn á eigið kreditkort eða eigin reikninga.
Við vekjum líka athygli á því að sambærilegar breytingar eru framundan í innlendum og erlendum greiðslum, bæði í appinu og netbankanum, auk þess sem þá verður einnig boðið upp á sterka auðkenningu með lífkenni til viðbótar við rafræn skilríki og Auðkennisappið.
Nánar er fjallað um þetta í grein á Umræðunni.