Fréttir

Þrjú ný mynd­bönd á Ice­land Airwaves vef bank­ans

26. október 2022

Við frumsýnum þrjú ný myndbönd á Iceland Airwaves-vef bankans. Frá árinu 2014 höfum við framleitt 38 tónlistarmyndbönd í samstarfi við íslenskt tónlistarfólk sem kemur fram á Iceland Airwaves og alls hafa þessi myndbönd verið spiluð 3,3 milljón sinnum.

KUSK x Óviti

Kolbrún Óskarsdóttir gefur út draumkennt rafpopp sem hún semur, framleiðir og syngur sjálf undir listamannsnafninu KUSK. Hún og Hrannar Máni deila stúdíói, vinna náið saman og mynda saman dúóið KUSK x ÓVITI.

Superserious

Hljómsveitin Superserious er skipuð fjórum vinum úr Garðabænum og var stofnuð árið 2021. Superserious var sigurvegari tónlistarkeppninnar Sykurmolinn sama ár. Hljómsveitin spilar melódískt indírokki og tekur sig að sjálfsögðu afar alvarlega …

Una Torfa

Una Torfa hefur skrifað tónlist síðan hún man eftir sér. Það eru mannlegir textar og grípandi laglínur sem einkenna lögin hennar. Hún semur flest sín lög á gítar inni í herberginu sínu, helst með dagbók opna fyrir framan sig.

Öll spila þau á Off Venue tónleikum í Landsbankanum í Austurstræti 11 þann 5. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00.

Leikstjóri myndbandanna er Baldvin Vernharðsson.

Vinsælasta myndbandið spilað oftar en milljón sinnum

Tilgangurinn með samstarfinu er að gera ungu og upprennandi tónlistarfólki kleift að framleiða myndbönd til að koma tónlist sinni á framfæri en bankinn greiðir allan kostnað vegna þeirra. Við erum mjög stolt og ánægð með þetta verkefni sem við teljum að hafi tekist vel.

Alls hafa 28 listamenn tekið þátt og 38 myndbönd litið dagsins ljós. Myndböndin hafa alls verið spiluð 3,3 milljón sinnum á Youtube. Langvinsælasta myndbandið er með Kælunni Miklu að flytja Næturblóm en það hefur verið verið spilað í meira en 1,1 milljón skipti.

Iceland Airwaves-vefur bankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur