Fréttir

Kröft­ug­ur hag­vöxt­ur en kaup­mátt­ur dregst aft­ur úr

Hagspá 2022
19. október 2022 - Landsbankinn

Hagfræðideild Landsbankans spáir 6,5% hagvexti á þessu ári, þeim mesta frá 2007, en að svo hægi töluvert á hagkerfinu. Samkvæmt spánni byrja stýrivextir að lækka á seinni hluta ársins 2023 en verðbólga fer ekki undir 4% fyrr en árið 2025. Á þessu ári stefnir í að kaupmáttur dragist saman um 0,4% og að hann muni aðeins aukast um 0,5% á næsta ári, mun minna en undanfarin ár.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri hagspá Hagfræðideildar Landsbankans sem nær til ársins 2025. Hagspáin er kynnt á fundi í Hörpu sem stendur frá kl. 8.30-10.00 miðvikudaginn 19. október og hún er aðgengileg á vef Landsbankans.

Streymi af morgunfundi um hagspá

Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, segir:

„Eftir tólf ára samfellda kaupmáttaraukningu, sem er sögulega langt tímabil, sjáum við nú fram á að kaupmáttur muni rýrna á þessu ári og vaxa mun hægar á næsta ári en við eigum orðið að venjast. Margt bendir til þess að tekið sé að hægja á hagkerfinu og þótt horfur í efnahagsmálum hér á landi séu almennt mjög góðar ríkir samt töluverð óvissa, einkum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og áhrifa hennar á alþjóðahagkerfið. Óvissa vegna kjarasamninga er líka mikil. Spá okkar um verulega aukinn hagvöxt á þessu ári byggir aðallega á því að fleiri ferðamenn komi til landsins en við gerðum ráð fyrir í spá okkar í maí. Hagvöxtur til næstu ára ræðst einnig að stórum hluta af fjölda ferðamanna. Verði efnahagsástandið erlendis verra en við gerum ráð fyrir í spánni og ferðavilji fólks minni má búast við minni hagvexti. Verði ástandið betra mun ferðamönnum fjölga hraðar og hagvöxtur aukast hraðar.“

Helstu niðurstöður:

  • Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að landsframleiðslan aukist um 6,5% á þessu ári og 2,1% á því næsta.
  • Hagvöxturinn ræðst að miklu leyti af uppgangi ferðaþjónustunnar og verður þannig talsvert minni á næsta ári en á þessu ári, vegna hægari fjölgunar ferðamanna. Hagvöxtur verði 3% árið 2024 og 1,9% árið 2025.
  • Hagfræðideildin reiknar með 1,7 milljónum ferðamanna til landsins í ár og 1,9 milljónum á næsta ári. Árið 2024 verði ferðamenn 2,3 milljónir og 2,5 milljónir árið 2025.
  • Útflutningur mun aukast um 22,4% á milli ára í ár. Á næsta ári verður vöxturinn fremur lítill (3,7%) vegna minni fjölgunar ferðamanna og samdráttar í loðnuveiðum. Vöxtur útflutnings verður síðan nokkur árið 2024 (7%), að því gefnu að staða heimila í Evrópu verði orðin betri.
  • Horfur eru á að innflutningur aukist mjög í ár og skýrist það m.a. af ferðagleði Íslendinga í sumar. Hagfræðideildin býst við 18,6% vexti innflutnings í ár en að svo hægi verulega á vextinum á næstu árum og hann liggi á bilinu 2,2-3,5% á árunum 2023-2025.
  • Viðskiptajöfnuður við útlönd verður neikvæður í ár um alls 2,2% af landsframleiðslu, gangi spáin eftir. Þegar líður á spátímabilið munu utanríkisviðskipti færast úr halla í afgang sem verði mestur árið 2025, 1,9% af landsframleiðslu.
  • Krónan mun styrkjast ögn á næsta ári en styrkingin verði svo töluvert meiri árið 2024 þegar deildin sér fram á meiri afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum.
  • Einkaneysla hefur aukist mjög það sem af er ári og m.a. verið drifin áfram af ferðalögum Íslendinga erlendis. Hagfræðideildin gerir ráð fyrir að aukningin verði 6,7% á yfirstandandi ári en svo taki að hægja á og að einkaneysla aukist aðeins um 2% á næsta ári og 3-3,3% árin þar á eftir.
  • Óvissa í spánni snýr einna helst að vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga. Vinnumarkaður hefur verið sterkur, launaskrið talsvert og fyrirtæki fundið fyrir skorti á starfsfólki. Hagfræðideild gerir ráð fyrir að laun hækki um 7,6% á þessu ári og svo 7,1% á næsta ári, sem er nokkuð í takt við breytingar síðustu ára.
  • Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði nokkuð stöðugt á spátímabilinu, að jafnaði 3,2% á næsta ári.
  • Verðbólga hefur náð hámarki og mun að jafnaði mælast 6,5% á næsta ári, samkvæmt hagspánni. Það er nokkur hjöðnun miðað við þá 8,1% verðbólgu sem Hagfræðideildin spáir í ár. Verðbólgumarkmiði Seðlabankans verður ekki náð á spátímanum.
  • Gert er ráð fyrir að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé lokið. Núverandi vaxtastigi verði haldið næstu misseri og vaxtalækkunarferli hefjist ekki fyrr en á þriðja fjórðungi næsta árs.
  • Loks er tekið að hægja á hækkunum íbúðaverðs og í spánni er gert ráð fyrir nánast kyrrstöðu á þeim markaði næstu mánuði. Að jafnaði muni íbúðaverð hækka um 5% á næsta ári sem er undir meðalbreytingu frá aldamótum og mikil breyting frá 22% verðhækkun þessa árs.

Hagspá Hagfræðideildar Landsbankans 2022-2025

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Á mynd er stjórn sjóðsins: Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Vigdís S. Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins,  Jón Þ. Sigurgeirsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.  
11. nóv. 2024
Háskólasjóður Eimskipafélagsins 60 ára
Í dag, 11. nóvember, eru 60 ár liðin frá því að Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands var stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins.
11. nóv. 2024
Nýjung í útgáfu Greiningardeildar – fréttabréf á ensku
Mánaðarlegt fréttabréf Greiningardeildar Landsbankans kemur nú einnig út á ensku. Um er að ræða vandaða samantekt á öllum helstu hagstærðum, þróun og horfum í efnahagsmálum.
Fjölskylda
8. nóv. 2024
Netspjallið í appinu – og fleiri nýjungar!
Netspjall Landsbankans er nú aðgengilegt í Landsbankaappinu en þar er bæði hægt að spjalla við starfsfólk í Þjónustuveri og spjallmenni bankans. Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum í appinu sem verður sífellt öflugra.
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur