Sigtún þróunarfélag fær sjálfbærnimerki Landsbankans
Sigtún þróunarfélag hefur hlotið sjálfbærnimerki Landsbankans fyrir Svansvottun á húsnæði í miðbæ Selfoss. Sjálfbærnimerkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjámálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn eða félagsleg verkefni.
„Við höfum frá upphafi miðbæjarverkefnisins á Selfossi lagt mikla áherslu á umhverfismál. Okkar leið er sú að fá alþjóðlega virta umhverfisvottunaraðila til þess að fylgjast með hugmyndum og framkvæmdum okkar. Allar byggingarnar eru þannig vottaðar af Umhverfisstofnun með norræna Svanskerfinu, og skipulagsvæði miðbæjarins er vottað með BREEAM Communities vottunarkerfinu breska. Hluti af þessari stefnu er samstarf okkar við Landsbankann, í takti við sjálfbærnistefnu hans og markmið í umhverfismálum,“ segir Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns þróunarfélags.
Á myndinni eru Kristján Guðbjartsson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum og Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns þróunarfélags.