Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans ráðgjafi Regins í viðskiptum um fasteignaþróunarfélag
Reginn hf. og Hagar hf. undirrituðu í dag, 3. desember 2021, áskriftarsamning um áskrift að hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa ehf. Reginn mun eignast þriðjung hlutafjár í Klasa og greiða fyrir sinn hlut með eignasafni sem samanstendur af sölueignum og þróunareignum.
Eins og fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands munu félögin ganga til samstarfs um frekari uppbyggingu Klasa og dótturfélaga þess. Á meðal markmiða þeirra er að leggja áherslu á sjálfbærni við þróun og uppbyggingu eigna félaganna. Hið sameinaða félag mun geta stutt við fjölbreytta og sjálfbæra borgarþróun, þ.e. blöndu af fjölbreyttu atvinnu- og þjónustuhúsnæði og íbúðum.
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans er ráðgjafi Regins í viðskiptunum.