Facebook og Twitter Landsbankans með staðfestingarmerki
Tilgangurinn með staðfestingarmerkinu er m.a. að berjast gegn netsvikum. Undanfarið hefur borið á því að líkt sé eftir Facebook-síðum íslenskra fyrirtækja, þ.m.t. Landsbankans, og fólk hvatt til að taka þátt í ýmsum leikjum með veglegum vinningum. Tilgangurinn er að fá fólk til að gefa upp banka- eða kortaupplýsingar og svíkja út peninga.
Við hvetjum alla til að hafa varann á gagnvart netglæpum. Á vef bankans birtum við aðgengilegt fræðsluefni um netöryggi