Fréttir

Nýr fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi

Eignadreifing sjálfbær er nýr fjárfestingarsjóður Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans. Markmið sjóðsins er að ná fram ávöxtun og dreifingu áhættu með sjálfbærni að leiðarljósi.
2. júní 2021

Sjóðurinn leggur áherslu á ábyrgar fjárfestingar þar sem miðað er við frammistöðu í umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum fyrirtækja (UFS) þegar ákvarðanir um fjárfestingar eru teknar. Sjóðurinn fjárfestir í innlendum og erlendum sjóðum, hlutabréfum og skuldabréfum, ásamt peningamarkaðsgerningum og innlánum.

Nánar um sjóðinn

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, segir: „Landsbréf eru eitt stærsta sjóða- og eignastýringarfyrirtæki landsins og hlutverk þess er fyrst og fremst að hámarka ávöxtun sjóðfélaga, miðað við fyrirfram skilgreinda fjárfestingarstefnu. Sjálfbærni kemur til skoðunar við allar fjárfestingarákvarðanir hjá okkur en með nýja sjóðnum, sem mun eingöngu fjárfesta í fjármálagerningum sem eru gefnir út af aðilum sem skara fram úr á sviði ábyrgra fjárfestinga, leggjum við enn meiri áherslu á þennan málaflokk. Þegar ákvarðanir um fjárfestingar eru teknar er stuðst við UFS-greiningar og skulu útgefendur standast lágmarksviðmið sjóðsins á sviði sjálfbærni. Með því að gera slíkar kröfur geta viðskiptavinir Landsbankans og Landsbréfa tekið betur upplýstar ákvarðanir um sjálfbærnimál fyrirtækja og beint fjármagni í fjárfestingar sem sannarlega stuðla að sjálfbærni, án þess að slaka á kröfum um góða ávöxtun.“

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar Landsbankans, segir: „Við í Landsbankanum tökum sjálfbærnimál alvarlega og erum stolt af því að samkvæmt nýju UFS-áhættumati alþjóðlega greiningarfyrirtækisins Sustainalytics, sem tekur mið af því hvernig við vinnum í sjálfbærnimálum, erum við í 1. sæti af 423 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu. Með nýja sjóðnum, Eignadreifing sjálfbær, geta fjárfestar og almenningur tekið beinan þátt í þessari vegferð með okkur. Fjárfestar hafa í auknum mæli tileinkað sér aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga, enda hafa rannsóknir sýnt fylgni milli góðs árangurs fyrirtækja í sjálfbærnimálum og arðsemi í rekstri til lengri tíma. Við munum halda áfram að hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Það er Landsbanki nýrra tíma!“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur