Fréttir

Hluta­fjárút­boð Síld­ar­vinnsl­unn­ar er haf­ið

Almennt hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hófst kl. 10.00, mánudaginn 10. maí 2021 og því lýkur miðvikudaginn 12. maí 2021 kl. 16.00. Landsbankinn er umsjónar- og söluaðili útboðsins og annast töku hlutabréfanna til viðskipta.
10. maí 2021 - Landsbankinn

Í útboðinu er stefnt að því að selja þegar útgefna hluti í Síldarvinnslunni sem samsvara 26,3% af hlutafé félagsins. Gefi eftirspurn tilefni til kemur til greina að fjölga hlutum sem boðnir verða til sölu um allt að 3% og verður salan í útboðinu þá sem samsvarar 29,3% af hlutum í félaginu.

Fjárfestar geta valið á milli tilboðsbókar A og tilboðbókar B.

Í tilboðsbók A verða boðnir til sölu 90.909.091 hlutir. Fjárfestar gera tilboð innan verðbils 55-58 kr./hlut. Lágmarksfjárhæð áskriftar er 100.000 kr. og hámarksáskrift er 20.000.000 kr.

Í tilboðsbók B verða boðnir 356.717.789 hlutir. Lágmarksáskrift er yfir 20.000.000 kr. Ekkert hámarksverð áskrifta er tilgreint af hálfu seljenda en fjárfestar leggja fram áskriftir á verði sem er jafnt eða hærra en lágmarksverð, 55 kr./hlut.

Upplýsingar og áskrift á vefnum

Áskriftum skal skilað í gegnum sérstakan áskriftarvef sem er aðgengilegur á vef Landsbankans. Þar eru einnig ítarlegar upplýsingar um útboðið.

Þátttaka í útboðinu er heimil öllum þeim einstaklingum og lögaðilum sem hafa bæði íslenska kennitölu og eru fjárráða. Markmið með útboðinu er m.a. að Síldarvinnslan uppfylli skráningarskilyrði á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland m.t.t. dreifingar hlutafjár og fjölda hluthafa. Áætlaður fyrsti viðskiptadagur er 27. maí 2021.

Áður en fjárfestar taka ákvörðun um fjárfestingu í hlutum í Síldarvinnslunni eru þeir hvattir til þess að kynna sér vel allar upplýsingar í lýsingu sem félagið birti 3. maí 2021 í tengslum við hlutafjárútboðið, þ. á m. skilmála útboðsins og umfjöllun um áhættu sem kemur fram í lýsingunni.

Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar

Þú gætir einnig haft áhuga á
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur