Fréttir
Landsbankinn áfram einn helsti bakhjarl íslenskrar knattspyrnu
Landsbankinn og Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hafa skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning til næstu fjögurra ára. Landsbankinn hefur stutt vel við knattspyrnuhreyfinguna um árabil og með nýjum samningi verður Landsbankinn því áfram einn helsti bakhjarl íslenskrar knattspyrnu og allra landsliða Íslands.
12. nóvember 2020
Í sameiningu munu KSÍ og Landsbankinn halda áfram að vinna að því markmiði að auka áhuga á knattspyrnu og efla grasrótarstarf um land allt. Áfram verða veitt háttvísiverðlaun í nafni samningsaðila á opnum mótum yngri flokka.
Landsbankinn hefur verið leiðandi á vettvangi samfélagsábyrgðar og sjálfbærni á síðustu árum. Samkvæmt nýjum samningi mun bankinn veita KSÍ aðstoð og ráðgjöf við mótun stefnu í samfélagslegri ábyrgð sambandsins.
Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
15. okt. 2024
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
30. sept. 2024
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
25. sept. 2024
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
25. sept. 2024
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
23. sept. 2024
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
20. sept. 2024
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.