Vegna álags getur verið lengri bið eftir þjónustu
Við leggjum okkur fram um að veita skjóta og góða þjónustu en í sumum tilvikum getur þjónusta bankans nú tekið lengri tíma en venjulega. Ástæðan er sú að hluti af starfsfólki Landsbankans vinnur á tvískiptum vöktum eða heiman frá í samræmi við tilmæli landlæknis um varnir gegn Covid-19. Á sama tíma hefur fyrirspurnum og ýmsum úrlausnarefnum fjölgað, eins við er að búast við þessar aðstæður.
Búast má við að þetta ástand vari um sinn, m.a. í kringum mánaðarmótin. Við þökkum viðskiptavinum fyrir þolinmæðina og óskum vinsamlegast um að þeir sýni okkur áfram biðlund.
Senda tölvupóst eða panta símtal við ráðgjafa
Við mælum með að viðskiptavinir sendi okkur tölvupóst ef við á. Vegna Covid-19 sinnum við aðeins brýnum erindum, sem ekki er hægt að leysa með öðrum hætti, í útibúum eftir tímapöntunum. Til að fá afgreiðslu er nauðsynlegt að panta tíma fyrirfram. Það er gert með því að panta ráðgjöf í síma á landsbankinn.is.
Við hvetjum viðskiptavini okkar líka til að nota Landsbankaappið, netbankann og sjálfsafgreiðslutæki um allt land en hægt er að skoða staðsetningu þeirra í appinu og á landsbankinn.is. Við erum síðan að sjálfsögðu til taks við símann og í netspjallinu.
Bankaþjónusta án heimsóknar í útibú
Vegna Covid-19 þurfa margir viðskiptavinir sem eru vanir að fara í útibú til að sinna bankaerindum að nýta sér aðrar leiðir. Í nýrri grein á Umræðunni eru svör við nokkrum algengum spurningum þeirra sem eru að nota netbankann eða appið í fyrsta sinn.
Hvernig fæ ég bankaþjónustu án þess að fara í útibú?