Fréttir

Lands­bank­inn veit­ir fram­kvæmdalán vegna áfanga­heim­il­is Kvenna­at­hvarfs­ins

Samningar vegna byggingar og fjármögnunar framkvæmda við 18 íbúða áfangaheimili Kvennaathvarfsins voru undirritaðir 28. nóvember. Landsbankinn veitir framkvæmdalán vegna áfangaheimilisins á verktímanum.
Frá undirritun á samningi um fjármögnun, fv.: Árni Matthíasson, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Arnheiður Klausen Gísladóttir, forstöðumaður Fyrirtækjamiðstöðvar Landsbankans og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.
28. nóvember 2019

Samningar vegna byggingar og fjármögnunar framkvæmda við 18 íbúða áfangaheimili Kvennaathvarfsins voru undirritaðir 28. nóvember. Landsbankinn veitir framkvæmdalán vegna áfangaheimilisins á verktímanum.

Í áfangaheimilinu verða 12 stúdíóíbúðir og 6 þriggja herbergja íbúðir. Framkvæmdir hefjast þann 1. febrúar 2020 og er áætlað að þeim ljúki sumarið 2021. Undirbúningur byggingarinnar hófst árið 2017 með söfnunarátakinu Byggjum von um betra líf á vegum átaksins Á allra vörum sem lauk með söfnunarþætti í samvinnu við RÚV og Sjónvarp Símans. Alls söfnuðust um 80 milljónir króna í átakinu. Verkefnið hefur einnig hlotið stofnframlög frá Íbúðalánasjóði og Reykjavíkurborg í almenna íbúðakerfinu. Því til viðbótar hafa félagasamtökin Oddfellowreglan, Soroptimistar, Zonta og kvenfélög auk margra annarra stutt veglega við verkefnið.

Aðgangur að húsnæði á sanngjörnum kjörum með nauðsynlegri vernd og stuðningi Kvennaathvarfsins getur skipt sköpum um hvernig konum og börnum gengur að byggja nýtt líf, þegar fjölskyldurnar þurfa ekki lengur á neyðarathvarfi að halda. Áfangaheimilið verður því viðbót við núverandi þjónustu neyðarathvarfs Samtaka um Kvennaathvarf, svokallað millistigshúsnæði. Þar munu konur og börn sem flúið hafa ofbeldi í nánu sambandi geta eignast eigið heimili á meðan þær koma aftur undir sig fótunum.

Verktaki byggingarinnar er Alverk ehf. Hönnuðir eru Þorleifur Eggertsson hjá Tendra arkitektum, Lota verkfræðistofa, Teiknistofan Storð og Trivium.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Are you getting information about our offers?
We regularly advertise special offers for customers, in collaboration with our partners. In some cases, customers may not receive information about such offers or benefits because they have declined to receive notifications from the Bank. It’s easy to change this choice in Landsbankinn’s app or online banking.
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur