Fréttir

Dufl sigr­aði í Gul­legg­inu

Viðskiptahugmyndin Dufl sigraði í Gullegginu 2019, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups en Dufl hefur þróað bættan staðsetningarbúnað á sjó. Verðlaunaafhendingin fór fram við við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík 25. október.
29. október 2019

Viðskiptahugmyndin Dufl sigraði í Gullegginu 2019, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups, en Dufl hefur þróað bættan staðsetningarbúnað á sjó. Verðlaunaafhendingin fór fram við við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík 25. október. Dufl hlaut einnig sérverðlaun í flokki „Vöru“ (e. product).

1. sæti Dufl.

Önnur sérverðlaun hlutu eftirtaldir:

  • Teymið GreenBytes í flokki „Grænna lausna“ (e. green) sem bjóða upp á hugbúnaðarlausn sem nýtir sölugögn með vitvélatækni (e. machine learning) til að minnka matarsóun og auka framlegð veitingastaða.
  • Örmælir í flokki „Heilsu“ (e. health). Lausn þeirra snýst um að mæla snertilaust mjög lítið vökvamagn fyrir rannsóknir í heilbrigðisvísindum.
  • Statum, sem hannar gagnvirkan dómsal í sýndarveruleika til að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis að fara fyrir dóm, hlaut verðlaun í flokki „stafrænna lausna“ (e. digital).

Frá verðlaunaafhendingunni í Háskóla Reykjavíkur.

10 stigahæstu viðskiptahugmyndirnar

Í ár bárust 135 hugmyndir auk þess sem 20 einstaklingar skráðu sig til leiks án hugmyndar og áttu þess kost að taka þátt í verkefnum annarra. Á vef Gulleggsins má lesa nánar um 10 stigahæstu hugmyndirnar.

Um Gulleggið

Gulleggið hóf göngu sína árið 2008 og var þá fyrsti formlegi vettvangurinn sem veitti aðstoð við að þróa áfram hugmyndir sem spruttu upp innan háskólanna. Gulleggið er enn mikilvægur stuðningur fyrir frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref en keppnin veitir þátttakendum einstakt tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri, fá endurgjöf og gera úr þeim raunhæfar og markvissar áætlanir sem miða að árangursríkri stofnun fyrirtækja. Landsbankinn hefur verið einn helsti bakhjarl Gulleggsins frá upphafi.

Nánari upplýsingar um Gulleggið

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur