Fréttir

Lands­bank­inn og Lands­bréf taka inn­leið­ingu ábyrgra fjár­fest­inga á næsta stig

Reitun ehf., Landsbankinn og Landsbréf hafa skrifað undir þjónustusamning um kaup Landsbankans og Landsbréfa á framkvæmd UFS reitunar (e. ESG rating) á útgefendum hlutabréfa og skuldabréfa í stýringu félaganna.
4. júlí 2019 - Landsbankinn

Landsbankinn og Landsbréf hafa sett sér metnaðarfulla stefnu um ábyrgar fjárfestingar sem eru fjárfestingaraðferðir sem taka mið af umhverfislegum og félagslegum þáttum sem og stjórnarháttum (UFS) við fjárfestingarákvarðanir. Markmiðið er að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma.

Markmiðið með samningnum er að færa innleiðingu á starfsháttum ábyrgra fjárfestinga á næsta stig og halda þannig áfram þeirri vegferð sem bankinn og dótturfélag hans, Landsbréf, hafa markað sér undanfarin ár.

UFS reitun hefur verið samstarfsverkefni Reitunar, Klappa - grænna lausna og Þrastar Ólafs Sigurjónssonar, dósents hjá HÍ, sem snýst um að byggja upp og þróa UFS reitun fyrir innlendan markað. Mikill vöxtur hefur verið í slíkum reitunum erlendis við fjárfestingarákvarðanir og innlendir fjárfestar eru að tileinka sér þær hratt. UFS reitun leggur mat á hvernig fyrirtæki standa sig í þeim þáttum sem lúta að UFS og með þeim hætti er hægt að sjá styrkleika sem og veikleika þeirra þátta ásamt einkunnum og samanburði við aðra. Þjónusta Reitunar varðandi UFS reitun mun byggja á stafrænum lausnum ásamt hefðbundinni greiningarvinnu.

Ólafur Ásgeirsson, stofnandi og eigandi Reitunar ehf., segir að samningurinn sé afar ánægjulegur og að það sé jákvætt að Landsbankinn og Landsbréf stígi nú þetta skref með Reitun. „Við höfum lengi talið að þörf væri á þjónustu sem þessari hér á okkar heimamarkaði og hlökkum til samstarfsins. Við munum leggja okkur sem best fram um að stuðla að því að bankinn og Landsbréf nái settum markmiðum með samningunum.“

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum, og Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, segja samninginn vera mikilvægt skref í þeirri stefnu sem hefur verið mörkuð varðandi ábyrgar fjárfestingar. „Við settum okkur metnaðarfulla stefnu varðandi ábyrgar fjárfestingar strax á árinu 2013 og höfum síðan þá innleitt þá stefnu í fjárfestingarákvarðanir. Þessum þjónustusamningi er ætlað að gera þá vinnu skilvirkari og faglegri miðað við nýjustu viðmið á hverjum tíma.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur