Fréttir

Lands­bank­inn í sam­starf við LGT Capital Partners

Eignastýring Landsbankans hefur gert samstarfssamning við alþjóðlega eignastýringarfyrirtækið LGT Capital Partners sem felur í sér að viðskiptavinir Landsbankans geta nú fjárfest í fjölbreyttum fjárfestingasjóðum LGT.
30. ágúst 2018

LGT Capital Partners er leiðandi, sérhæft fjárfestingafyrirtæki með yfir 60 milljarða Bandaríkjadali í stýringu. Á meðal viðskiptavina eru yfir 500 fagfjárfestar frá 37 löndum. Alþjóðlegt teymi yfir 450 sérfræðinga hefur umsjón með fjölbreyttum fjárfestingaleiðum þar sem m.a. er lögð áhersla á sérhæfðar fjárfestingar, eignadreifingu og ávöxtun lausafjár. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Pfaeffikon í Sviss. Fyrirtækið rekur einnig útibú í New York, Dublin, London, París, Vaduz, Dúbaí, Peking, Hong Kong, Tókýó og Sydney.

Fjölbreytt úrval erlendra sjóða

Landsbankinn býður nú þegar upp á miðlun á erlendum hlutabréfum og skuldabréfum á öllum helstu mörkuðum. Einnig býður bankinn upp á milligöngu um kaup í erlendum verðbréfasjóðum hjá þekktum sjóðastýringarfyrirtækjum eins og AllianceBernstein, BlackRock, T. Rowe Price, UBS, Carnegie Funds og í erlendum verðbréfasjóðum sem eru í rekstri hjá Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans.

Tom Haas Carstensen, framkvæmdastjóri Norðurlandastarfs hjá LGT Capital Partners: „Það gleður okkur að hefja samstarf við Landsbankann. Þekking bankans á íslensku atvinnulífi gerir okkur kleift að ná til fleiri fjárfesta. Það er trú okkar að reynsla LGT Capital Partners af sérhæfðum fjárfestingum og því að taka góða stjórnarhætti, umhverfislega og félagslega þætti inn í fjárfestingarákvarðanir, henti mörgum íslenskum fjárfestum.“

Kristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringarþjónustu hjá Landsbankanum: „Það er afar ánægjulegt að geta bætt sjóðum LGT Capital Partners við fjölbreytt vöruúrval Landsbankans á erlendum mörkuðum og þannig fjölgað fjárfestingarkostum á alþjóðlegum vettvangi. Við erum ekki síst ánægð með samstarfið þar sem LGT býr yfir mikill þekkingu og reynslu við mat á fjárfestingakostum með sjálfbærni að leiðarljósi. Það samræmist vel stefnu Landsbankans í samfélagsábyrgð en undanfarin ár hefur bankinn verið í fararbroddi við innleiðingu ábyrgra fjárfestinga.“

Kristín Erla JóhannsdóttirKristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringarþjónustu Landsbankans
Þú gætir einnig haft áhuga á
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur