Fréttir

Hagn­að­ur Lands­bréfa 556 millj­ón­ir króna á fyrri helm­ingi árs­ins 2017

Hagnaður af rekstri Landsbréfa, dótturfélagi Landsbankans, nam 556 milljónum króna á fyrri hluta ársins 2017, en árshlutareikningur félagsins var birtur í dag.
27. júlí 2017

Landsbréf hf. hafa í dag birt árshlutareikning sinn vegna rekstrar á fyrri hluta ársins 2017. Hreinar rekstrartekjur námu 1.135 milljónum króna á fyrri hluta ársins 2017, en námu 828 milljónum króna á sama tímabili á árinu 2016. Hagnaður eftir skatta af rekstri á fyrri hluta ársins nam 556 milljónum króna, samanborið við 291 milljón króna hagnað á sama tíma á síðasta ári. Eigið fé Landsbréfa í lok tímabilsins nam 3.206 milljónum króna og eiginfjárhlutfall reiknað samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var 111,86%, en þetta hlutfall má ekki vera undir 8%. Í lok júní áttu um 13 þúsund einstaklingar og lögaðilar fjármuni í sjóðum í stýringu Landsbréfa og voru eignir í stýringu um 157 milljarðar króna.

Landsbréf eru rekstrarfélag verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu, auk þess sem félagið hefur starfsleyfi til eignastýringar og fjárfestingaráðgjafar.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa segir:

„Rekstur Landsbréfa hefur gengið vel það sem af er ári. Sjóðaframboð félagsins er fjölbreytt og er þar að finna sjóði sem henta flestum fjárfestum. Ánægjulegt er að sjá stöðuga fjölgun þeirra sem eru í reglulegum sparnaði í sjóðum félagsins. Efnahagsástandið á Íslandi er gott um þessar mundir og forsendur til staðar fyrir góðri ávöxtun á komandi misserum. Landsbréf eru í fararbroddi á íslenskum fjármálamarkaði og hafa sjóðir félagsins á liðnum misserum almennt skilað fjárfestum góðri ávöxtun. Landsbréf munu halda áfram að leggja metnað sinn í að stýra þeim fjármunum sem félaginu er treyst fyrir á öruggan og markvissan hátt í þágu sjóðfélaga.“

Frekari upplýsingar veitir Helgi Þór Arason framkvæmdastjóri Landsbréfa í síma 410 2500.

Árshlutareikningur fyrri árshelmings 2017

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur