Fréttir

Lands­bank­inn styð­ur ábyrga ferða­þjón­ustu

Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu var staðfest af forsvarsfólki yfir 250 fyrirtækja í Háskólanum í Reykjavík þann 10. janúar að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem er verndari verkefnisins.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála og staðgengill bankastjóra Landsbankans.
13. janúar 2017 - Landsbankinn

Það eru Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem standa að verkefninu í samstarfi við Ferðamálastofu, SAF, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðamála, markaðsstofur landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safetravel. Landsbankinn er einn af bakhjörlum verkefnisins ásamt sex öðrum fyrirtækjum.

Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni um að fyrirtæki tengd ferðaþjónustu sammælist um skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Tilgangurinn er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð.

Forseti Íslands sagðist í ávarpi sínu fagna því að svo margir hafi komið saman til að lýsa yfir stuðningi við ábyrga ferðaþjónustu í landinu. Það væri honum heiður og ánægja að gerast verndari verkefnisins.

Hreiðar Bjarnason, staðgengill bankastjóra Landsbankans, segir:  „Landsbankinn er stoltur af því að vera bakhjarl þessa mikilvæga verkefnis. Það er ánægjulegt að sjá hvað mörg fyrirtæki skrifuðu undir yfirlýsinguna. Umsvif ferðaþjónustunnar hafa aukist hratt á undanförnum árum og mikilvægt að fyrirtæki sýni ábyrgð og gott fordæmi í starfsháttum. Landsbankinn er öflugur samstarfsaðili í fjármögnun tengdri ferðaþjónustu og verkefnið samræmist stefnu Landsbankans um samfélagsábyrgð sem miðar að því að stuðla að sjálfbærni og vera hreyfiafl í samfélaginu.“

Áhersluþættir hvatningarverkefnisins eru:

  1. Ganga vel um og virða náttúruna.
  2. Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi.
  3. Virða réttindi starfsfólks.
  4. Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.

Markmið verkefnisins eru m.a. að:

  • Styðja við ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja vinna markvisst að sjálfbærni og samfélagsábyrgð.
  • Setja fram skýr skilaboð frá fyrirtækjum um að þau vilji vera ábyrg.
  • Draga fram það sem vel er gert á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar í ferðaþjónustu.
  • Vera hvatning fyrir fyrirtæki sem ekki eru byrjuð að huga að sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

Yfirlýsingunni verður fylgt eftir með fræðsludagskrá fyrir fyrirtæki um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Nánari upplýsingar og skráningarform er að finna á vef Festu.

Bakhjarlar verkefnisins auk Landsbankans eru: Bláa lónið, Eimskip, Gray Line Iceland, Icelandair Group, Isavia og Íslandshótel.

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur