Fermingar
Við stækkum fermingargjöfina
Fermingarbörn og jafnaldrar fá allt að 32.000 kr. mótframlag og glaðning ef þau spara hjá okkur.
Meiri sparnaður - meira mótframlag!
Fermingarbörn geta fengið allt að 16.000 kr. þegar þau leggja fermingarpeninginn inn á Framtíðargrunn hjá okkur. Það sama gerist ef þau leggja inn í sjóði Landsbréfa. Það gerir því allt að 32.000 kr. mótframlag í heildina. Reiknaðu dæmið:
Svona vex fermingargjöfin
Þú leggur inn
60.000 kr.
Mótframlag
12.000 kr.
Samtals
72.000 kr.
Afgreiðsla mótframlags
Þegar fermingarpeningurinn hefur verið lagður inn þarf að heyra í ráðgjöfunum okkar til þess að fá mótframlagið og glaðning. Þeir geta einnig spjallað við börnin um fyrstu skrefin í sparnaði.

Fermingarveisla Landsbankans
Við opnum húsið fyrir fermingarbörnum og forsjáraðilum miðvikudaginn 9. apríl í Reykjastræti.
Við ætlum að eiga skemmtilega stund í Reykjastrætinu og fræðast um sparnað og mótframlag til fermingarbarna.
ClubDub stígur á svið og tekur nokkur lög, auk þess sem við bjóðum upp á pizzuveislu, fótboltaspil, baunapokakast og lukkuhjól.

Framtíðargrunnur ber hæstu vexti almennra innlánsreikninga hverju sinni og er því góður kostur fyrir langtímasparnað.

Með því að spara í sjóðum dreifir þú áhættunni og eykur ávöxtunarmöguleika sparnaðar þíns.

Það borgar sig að spara hjá okkur
Þú færð 6.000 kr. mótframlag ef þú leggur 30.000 kr. inn á Framtíðargrunn. Það sama gildir um kaup í sjóðum Landsbréfa.
Ef þú leggur meira inn færðu 5% mótframlag á það sem er umfram 30.000 kr. Mótframlagið getur að hámarki verið 16.000 kr. fyrir hvorn kost, eða samtals 32.000 kr., en þá er sparnaðarupphæðin 230.000 kr. í heildina.

Sparnaður er góð leið til þess að láta drauma sína rætast og því fylgir öryggistilfinning að eiga fyrir óvæntum útgjöldum.

Ýmis bankaþjónusta er í boði fyrir börn og unglinga og skýrar reglur gilda um fjármál þeirra.

Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.