Við kaup á fasteign getur lánshlutfall verið allt að 80% af kaupverði eignar, 70% grunnlán og 10% viðbótarlán. Við lánum allt að 85% fyrir fyrstu kaupendur, 70% grunnlán og 15% viðbótarlán.
Við endurfjármögnun getur hámarks veðsetning verið 70% af fasteignamati eignar.
Íbúðalánið þarf að vera á fyrsta veðrétti og/eða í samfelldri veðröð frá fyrsta veðrétti.
Lánsfjárhæð fer m.a. eftir niðurstöðum úr greiðslumatinu þínu en hámarks fjárhæð grunnláns getur þó aldrei orðið hærri en 90.000.000 eða samanlagt brunabótamat og lóðamat íbúðarhúsnæðisins.
Einnig þarft þú að hafa í huga að Seðlabankinn hefur sett reglur um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Hámark mánaðarlegrar greiðslubyrðar fasteignalána má ekki fara yfir 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum neytenda þegar fasteignalán er veitt. Hámarkið má þó vera 40% ef um er að ræða fyrstu fasteignakaup. Sjá nánar hér að neðan í spurningu um greiðslubyrðarhlutfall Seðlabankans.
Pantaðu tíma í ráðgjöf ef þú þarft hærra lán en 60 milljónir.