Ávöxtunarkrafan í útboðunum á síðasta ári fylgdi kröfunni á ríkisbréfum nokkuð vel eftir, þ.e. lækkaði fyrri hluta árs en hækkaði síðan með haustinu. Einnig, eins og gildir um ríkisbréfin, jókst munurinn á ávöxtunarkröfunni á stuttu og lengri óverðtryggðu bréfunum þegar leið á árið.
Íslandsbanki áætlar að gefa út sértryggð bréf fyrir 30-35 ma.kr. í ár, Landsbankinn fyrir 28-33 ma.kr. Arion banki hefur ekki birt útgáfuáætlun fyrir 2021.
Þrír flokkar sértryggðra skuldabréfa eru á gjalddaga í ár, ARION CBI 21 (10,2 ma.kr. að nafnvirði) ISLA CB 21 (5,9 ma.kr. að nafnvirði) og LBANK CB 21 (6,8 ma.kr. að nafnvirð).