Vikan framundan
- Eftir lokun markaða í dag birta Lánamál ríkisins mánaðarlega markaðsupplýsingaskýrslu sína.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun og Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi.
Mynd vikunnar
Sé litið á meðalhækkun fasteignaverðs á ári á höfuðborgarsvæðinu og fjórum stærstu bæjum utan höfuðborgarsvæðisins frá 2012 sést að hún var mest í Reykjanesbæ. Þar á eftir kemur höfuðborgarsvæðið. Hinir bæirnir koma skammt á eftir en minnsta hækkunin hefur verið á Akureyri. Það er því ljóst, og hefur verið ljóst lengi, að miklar hækkanir fasteignaverðs hafa ekki einskorðast við höfuðborgarsvæðið. Þróunin í stærri bæjum landsins hefur verið með svipuðum hætti.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Við gerum ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% milli mánaða í júlí.
- Enn mælist mikil hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni.
- Fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna á hótelum jókst lítillega milli ára í maí.
- Eilítið hefur hægt á vinnumarkaðinum.
- Seðlabankinn birti tölur um raungengi, krónumarkað og gjaldeyrismarkað fyrir júní mánuð.
- Samkvæmt bráðabirgðatölum var 20,7 ma.kr. halli af vöruskiptum við útlönd í júní.
- Seðlabankinn birti Hagvísa.
- Lánamál ríkisins birtu ársfjórðungsáætlun fyrir 3F.
- Landsbankinn hélt víxlaútboð, Arion banki hélt útboð sértryggðra skuldabréfa, og Lánamál ríkisins hélt skiptiútboð.