Vikubyrjun 8. apríl
Vikan framundan
- Klukkan 9 í dag birti Seðlabankinn útreikninga á raungengi í mars og upplýsingar um millibankamarkað með gjaldeyri og krónur.
- Á þriðjudag birta Lánamál ríkisins markaðsupplýsingar.
- Á miðvikudag heldur Eik aðalfund.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í mars.
Mynd vikunnar
Í nýgerðum kjarasamningum eru ákvæði um að tengja launabreytingar við hagvöxt á mann. Það getur munað nokkru á þeim hagvexti sem yfirleitt er talað um og hagvexti á mann vegna þess að þjóðinni fjölgar sífellt. Þannig mældist 4,6% hagvöxtur á síðasta ári, en 1,7% hagvöxtur á mann. Síðan 1946 hefur hagvöxtur á mann verið 1,4 prósentustigum minni að meðaltali en mældur hagvöxtur hér á landi, enda hefur íbúum landsins fjölgað mikið síðan eftir seinna stríð. Þess má að lokum geta að frá 1980 hefur hagvöxtur á mann 24 sinnum verið meiri en 1%, en 15 sinnum minni en 1%.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Skrifað var undir kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.
- Seðlabankinn birti fyrri fjármálastöðugleikaskýrslu ársins.
- Samkvæmt fundargerð peningastefnunefndar sem birt var í vikunni voru allir nefndarmenn sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi nefndarinnar.
- Icelandair gekk frá leigu á tveimur Boeing 767 þotum.
- Moody’s birti mat á áhrifum gjaldþrots WOW.
- Landsbankinn og Orkuveita Reykjavíkur héldu aðalfundi.
- Hagstofan birti tölur um
- Kvika banki hélt kynningu fyrir markaðsaðila í tengslum við skráningu bankans á aðalmarkað.
- Íslandsbanki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Arion banki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Íslandsbanki lauk víxlaútboði, Orkuveita Reykjavíkur lauk útboði grænna skuldabréfa og Lánamál útboði ríkisbréfa.