Viku­byrj­un 26. ág­úst 2024

Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og búist var við. Nokkur kraftur er í fasteignamarkaðnum og vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs hækkuðu báðar þó nokkuð í júlí. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga annars ársfjórðungs. 
Hús í Reykjavík
26. ágúst 2024

Vikan framundan

  • Á morgun birtir Síminn uppgjör. 
  • Á miðvikudag birta Heimar, Sýn og Skagi uppgjör. 
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir ágúst. Við spáum því að verðbólga standi í stað í 6,3%. Brim, Hampiðjan, Íslandshótel, Kaldalón og Síldarvinnsla birta uppgjör. 
  • Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga, Eurostat birtir verðbólgutölur fyrir evrusvæðið og Ísfélagið birtir uppgjör. 

Mynd vikunnar

Íbúðaverð hækkaði mun meira en leiguverð þegar heimsfaraldurinn reið yfir, enda hægði verulega á fólksflutningum hingað til lands og samtímis dró úr eftirspurn eftir leiguhúsnæði. Á sama tíma jókst eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði til kaupa verulega því vextir voru lágir. Leiguverð hefur sótt í sig veðrið og hækkar nú nokkuð hraðar en íbúðaverð. Aðflutningur jókst verulega aftur eftir faraldurinn auk þess sem hátt vaxtastig þrengir að möguleikum fólks til að komast inn á húsnæðismarkað. 

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Peningastefnunefnd ákvað að halda vöxtum óbreyttum í síðustu viku. Meginvextir bankans hafa því verið 9,25% í rúmt ár. Yfirlýsing nefndarinnar er að okkar mati örlítið harðorðari en í maí. Nú er talað um að það geti tekið „nokkurn tíma“ að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgu, sem kom ekki fram í síðustu yfirlýsingu. Tekið er fram, líkt og síðast, að nefndin telji núverandi aðhaldsstig hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið, en nú er því bætt við að þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kalli á varkárni. Við teljum þetta benda til þess að biðin eftir fyrstu vaxtalækkun gæti lengst enn frekar og að hún gæti hæglega dregist fram á næsta ár. Þetta og fleira var til umræðu í nýjum hlaðvarpsþætti Umræðunnar. 
  • Samhliða vaxtaákvörðuninni birti SÍ ágústhefti Peningamála með uppfærðri þjóðhags- og verðbólguspá. Bankinn gerir nú ráð fyrir meiri verðbólgu en í fyrri spá, fram á mitt næsta ár. Bankinn lækkaði hagvaxtarspána fyrir árið í ár fyrst og fremst vegna lakari horfa í ferðaþjónustu. 
  • Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 22,3 milljarða króna á öðrum fjórðungi í ár sem er mun verri niðurstaða en á sama tíma í fyrra þegar hann var jákvæður um 6,4 milljarða króna. Líkt og vanalega á öðrum ársfjórðungi var afgangur af þjónustuviðskiptum en halli á vöruviðskiptum. Vöruútflutningur, vöruinnflutningur og þjónustuinnflutningur jukust á milli ára, en útflutt þjónusta dróst saman sem skýrist að mestu af því að annar fjórðungur í ár var heldur verri í ferðaþjónustunni en í fyrra. 
  • HMS birti vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um íbúðamarkaðinn. Nokkur kraftur er á íbúðamarkaði, en vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,8% á milli mánaða í júlí og við það hækkaði árstakturinn úr 9,1% í 11,0%. Vísitala leiguverðs hækkaði nokkuð meira, um 2,0% á milli mánaða og er árshækkun hennar nú 15,1%. 
  • Hagstofan birti launavísitölu fyrir júlí og fjölda lausra starfa á öðrum ársfjórðungi. Vísitala launa hækkaði um 0,2% á milli mánaða og er árshækkunin 6,3%, sem er sama árshækkun og á vísitölu neysluverðs. Kaupmáttur launa er því sá sami og í júlí í fyrra. Fjöldi lausra starfa á öðrum ársfjórðungi bendir til þess að slaki á vinnumarkaði sé að aukast, en lausum störfum fjölgaði bæði á milli ára og ársfjórðunga.    
  • Eimskip, Iceland Seafood, Nova og Reitir birtu uppgjör. 
  • Landsbankinn hélt útboð sértryggðra skuldabréfa og skiptiútboð, Lánamál ríkisins hélt útboð ríkisvíxla og ríkisbréfa og Lánasjóður sveitarfélaga birti endurskoðaða útgáfuáætlun.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 26. ágúst 2024 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Bílar
30. ágúst 2024
Samdráttur annan ársfjórðunginn í röð
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
Paprika
29. ágúst 2024
Verðbólga undir væntingum - lækkar í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. 
Flutningaskip
27. ágúst 2024
Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum þrjá ársfjórðunga í röð
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
Rafbíll í hleðslu
20. ágúst 2024
Ný aðferð hefur skilað lægri verðbólgumælingum
Hagstofan hefur frá því í júní notað nýja aðferð við að mæla kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Hefði Hagstofan ekki breytt um aðferð væri verðbólgumælingin nú líklega hærri. Um næstu áramót áforma stjórnvöld að breyta innheimtu gjalda á ökutæki sem mun að líkindum einnig hafa áhrif til lækkunar á mældri verðbólgu.
19. ágúst 2024
Neysla heimila meiri en áður var talið 
Uppfærð gögn Seðlabankans gefa til kynna að kortavelta íslenskra heimila hafi verið þó nokkuð meiri á þessu ári en áður var talið. Heildarkortavelta Íslendinga hefur aukist á milli ára alla mánuði ársins og hefur verið 4% meiri að raunvirði það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra.
19. ágúst 2024
Vikubyrjun 19. ágúst 2024
Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi það sem af er ári er meiri en áður var talið, samkvæmt uppfærðum tölum sem Seðlabanki Íslands birti í síðustu viku. Í þessari viku ber hæst vaxtaákvörðun hjá Seðlabankanum á miðvikudag.
Kortagreiðsla
16. ágúst 2024
Kortavelta ferðamanna aldrei meiri – uppfærðar tölur gefa nýja mynd
Uppfærðar tölur um kortaveltu teikna upp töluvert aðra mynd af stöðu ferðaþjónustunnar en áður birt gögn. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist frá fyrra ári, þvert á það sem áður var talið. Ferðamenn eru því lítillega fleiri í ár en í fyrra og eyða meiru.
Bananar í verslun
15. ágúst 2024
Spáum að verðbólga standi í stað og verði 6,3% í ágúst
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,36% á milli mánaða í ágúst og að verðbólga standi í stað í 6,3%. Alla jafna ganga sumarútsölur á fötum og skóm að hluta til baka í ágúst á meðan flugafargjöld til útlanda lækka. Við eigum von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í nóvember.
15. ágúst 2024
Spáum áfram óbreyttum vöxtum 
Verðbólga jókst umfram væntingar í júlí og jafnvel þótt verðbólga hafi almennt verið á niðurleið undanfarið hefur hjöðnunin verið hægari en vonir stóðu til. Nú í ágúst hafa stýrivextir verið 9,25% í heilt ár og við teljum að peningastefnunefnd haldi þeim áfram óbreyttum í næstu viku, sjötta skiptið í röð. 
Orlofshús á Íslandi
12. ágúst 2024
Ferðamenn í júlí fleiri en í fyrra 
Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur