Vikan framundan
- Í dag birtir Ferðamálastofa gögn yfir brottfarir um Leifsstöð í mars.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í mars.
Mynd vikunnar
Samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins hyggst um þriðjungur þeirra fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, en um eitt af hverjum tíu hyggst fækka starfsfólki. Staðan er misjöfn eftir atvinnugreinum og mesti uppgangurinn virðist vera í byggingariðnaði og atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu (þ.e. samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu). Ef marka má könnunina má frekar búast við að störfum í sjávarútvegi og fjármála- og tryggingastarfsemi fækki heldur en fjölgi.
Helsta frá vikunni sem leið
- Samkvæmt fundargerð peningastefnunefndar voru allir nefndarmenn þeirrar skoðunar á síðasta fundi að hækka þyrfti vexti og ræddu hækkun á bilinu 0,75 til 1 prósentustig. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 1 prósentustig.
- Verðlagsnefnd búvara ákvað að hækka lágmarksverð mjólkur til bænda og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða.
- Seðlabanki Íslands birti Hagvísa.
- Á skuldabréfamarkaði hélt Lánasjóður sveitarfélaga skuldabréfaútboð og Íslandsbanki gaf út skuldabréf í sænskum krónum. Lánasjóður sveitarfélaga birti endurskoðaða útgáfuætlun.