Þeir liðir sem hafa mest áhrif til hækkunar að þessu sinni eru flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og bensín, á meðan föt og skór og húsgögn og heimilisbúnaður hafa mest áhrif til lækkunar. Þetta er nokkuð meiri breyting milli mánaða en í síðustu spá okkar frá því í júní, en þá gerðum við ráð fyrir að vísitalan yrði óbreytt milli mánaða. Munurinn skýrist af því að bensín hefur hækkað meira en við áttum von á og að við erum að taka inn breytingar á verði á flugfargjöldum til útlanda.
Við gerum ráð fyrir að VNV hækki svo um 0,3% í ágúst og september og um 0,4% í október. Gangi það eftir mun verðbólga mælast 4,1% í október.