Það er lítið af stórum hækkunar- eða lækkunarliðum í spánni um breytingu milli mánaða. Einna áhugaverðast verður að sjá hvernig reiknuð húsaleiga þróast á næstunni. Verð á fasteignamarkaði hækkaði mjög mikið í mars og apríl samkvæmt mælingu Hagstofunnar og endurspeglar það mikla eftirspurn á fasteignamarkaði. Þá eftirspurn má síðan aftur m.a. rekja til mjög hagstæðra vaxta á húsnæðislánamarkaði sem hafa ekki áður verið lægri. Töluverð óvissa ríkir um þróun húsnæðisverð næstu mánuði en við spáum því að verðið muni hækka um 0,7% að þessu sinni sem er nálægt meðaltali síðustu 12 mánaða að undanskildum mars og apríl. Við gerum einnig ráð fyrir að áhrif þeirra vaxtalækkana sem gripið var til á síðasta ári fari minnkandi. Þau áhrif hafa dregið úr áhrifum hækkandi fasteignaverðs á reiknaða húsaleigu.
Bráðabirgðaspá okkar til næstu þriggja mánaða er eftirfarandi:
- Júní: +0,23% milli mánaða, 4,1% ársverðbólga
- Júlí: -0,25% milli mánaða, 3,7% ársverðbólga
- Ágúst: +0,40% milli mánaða, 3,7% ársverðbólga