Op­in­ber fjár­fest­ing lít­il þessi miss­er­in þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar um ann­að

Opinber fjárfesting saman um 9,3% á árinu 2020. Þetta er annað árið í röð sem opinber fjárfesting minnkar, en samdrátturinn var 10,8% á árinu 2019. Þessi niðurstaða skýtur verulega skökku við sé litið til samþykkta um aukin útgjöld til fjárfestinga í bæði fjárlögum og fjáraukalögum og yfirlýsingar ráðamanna allt frá upphafi ársins 2019 um að ríkissjóður myndi nú taka öflugan þátt í fjárfestingum á sama tíma og fjárfesting atvinnuveganna hefði dregist mikið saman.
Kranar á byggingarsvæði
3. mars 2021 - Greiningardeild

Samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands dróst opinber fjárfesting saman um 9,3% á árinu 2020. Þetta er annað árið í röð sem opinber fjárfesting minnkar, en samdrátturinn var 10,8% á árinu 2019. Opinber fjárfesting var einungis 3,5% af vergri landsframleiðslu í fyrra, en hún hefur að meðaltal verið um 3,9% af VLF frá árinu 2001.

Þessi niðurstaða skýtur verulega skökku við sé litið til samþykkta um aukin útgjöld til fjárfestinga í bæði fjárlögum og fjáraukalögum og yfirlýsingar ráðamanna allt frá upphafi ársins 2019 um að ríkissjóður myndi nú taka öflugan þátt í fjárfestingum á sama tíma og fjárfesting atvinnuveganna hefði dregist mikið saman.

Á milli 2001 og 2010 var opinber fjárfesting að jafnaði vel yfir 4% af VLF. Hlutfallið var síðan töluvert lægra fram til 2018 þegar það hækkaði töluvert, m.a. vegna yfirtöku ríkissjóðs á Hvalfjarðargöngunum, en hefur síðan lækkað tvö síðustu ár á sama tíma og einnig hefur dregið úr fjárfestingum í atvinnulífinu.

Opinber fjárfesting hefur nú farið minnkandi miðað við fyrra ár í sex ársfjórðunga samfellt þannig að það er ljóst að áform stjórnvalda um stórfelld fjárfestingarátök hafa ekki gengið eftir.

Í nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi eru megin niðurstöðurnar þær að stóraukin fjárfesting í innviðum sé nauðsynleg hér á landi og að einmitt nú séu góðar aðstæður í efnahagslífinu til að auka opinbera fjárfestingu stórlega.

Skýrsluhöfundar leggja til að nýta beri þá óvirku framleiðsluþætti sem þegar eru til staðar og byrja að vinna á mikilli uppsafnaðri viðhaldsþörf sem hefur orðið til á síðustu árum. Þetta er einmitt sami málflutningur og hófst meðal ráðamanna strax í upphafi ársins 2019 þegar bera fór á samdrætti í efnahagslífinu. Viljann hefur ekki vantað, en framkvæmdirnar láta bíða á eftir sér.

Samkvæmt skýrslu SI er uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi umtalsverð. Þörfin er áætluð um 420 ma.kr. eða 14,2% af landsframleiðslu ársins 2020. Þessi upphæð nemur rúmlega fjórfaldri opinberri fjárfestingu ársins 2020.

Umfang opinberrar fjárfestingar síðustu missera hefur augljóslega ekki dregið mikið úr þeirri uppsöfnuðu viðhaldsþörf sem varð til í kjölfar síðustu niðursveiflu. Til þess að ástand innviða geti talist gott verður að setja enn meiri kraft í opinbera fjárfestingu í innviðum. Með fjárfestingu í nauðsynlegum innviðum er augljóslega verið að fjárfesta í hagvexti framtíðarinnar. Af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið lagt fram það mat að þróuð ríki eins og Ísland gætu aukið hagvöxt um 2,7 prósentustig og fjölgað störfum um 1,2% á næstu tveimur árum með því að auka fjárfestingu um 1% af vergri landsframleiðslu. Þörfin fyrir aukna opinbera fjárfestingu er því brýn.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Opinber fjárfesting lítil þessi misserin þrátt fyrir yfirlýsingar um annað

Þú gætir einnig haft áhuga á
27. mars 2025
Verðbólga mælist undir 4%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% á milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar úr 4,2% í 3,8% og er komin undir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, í fyrsta skipti frá því í lok árs 2020. Verðmælingin var nokkuð góð en við teljum að á næstunni hægi á hjöðnuninni.
Fasteignir
24. mars 2025
Vikubyrjun 24. mars 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin var í takt við væntingar. Vísitala íbúðaverðs hélst nokkurn veginn óbreytt á milli mánaða í febrúar. Til samanburðar hækkaði verðið mun meira í febrúar í fyrra, um tæp 2%. Kortavelta landsmanna innanlands hélt áfram að aukast á milli ára í febrúar en jókst þó aðeins minna en undanfarna mánuði.
Ferðamenn
17. mars 2025
Vikubyrjun 17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.
Seðlabanki
13. mars 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,25 prósentustig
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.
13. mars 2025
Spáum verðbólgu undir 4% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.
Flutningaskip
10. mars 2025
Vikubyrjun 10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur